Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 20:46 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fyrirtækið hefur hætt ferðum í Bláa lónið í bili. Vísir/Arnar/Egill. Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11