Baldvin setur stefnuna á Ólympíuleikana: „Væri algjör draumur“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 08:01 Það er auðvelt að halda með íþróttamanni á borð við Baldvin Þór Magnússon sem leggur allt í sölurnar til þess að ná langt á sínu sviði Vísir/Einar Íslenski langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon hefur átt afar góðu gengi að fagna á árinu og sett fjögur ný Íslandsmet. Í 5000 metra hlaupi innanhúss, í mílu innanhúss, 1500 metra utanhúss og 3000 metra hlaupi utanhúss. Það er aðallega löngun Baldvins í að bæta sig í sífellu, fremur en löngun hans í Íslandsmet sem ýtir undir hans árangur upp á síðkastið og hefur hann nú sett stefnuna á að uppfylla draum sinn um að komast á Ólympíuleikana. „Ég hef verið að gefa allt í þetta. Gefa allt í æfingarnar, gefa allt í keppnishlaupin. Fyrir mér er þetta bara það sem lífið snýst um þessa dagana og ég hef geta lagt mikla áherslu á alla þætti sem við koma hlaupaferlinum,“ segir Baldvin Þór í samtali við Vísi. „Ekki bara þáttunum er snúa að hlaupunum sjálfum, heldur einnig endurheimtinni og með því að geta gert það hef ég náð að bæta mig mjög mikið.“ Og með því hefur þessi öflugi hlaupari sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru en það eru ekki Íslandsmetin sem Baldvin horfir helst til í þegar að hann metur árangur sinn í langhlaupunum. „Mér finnst bara ótrúlega gaman að bæta mig. Maður finnur ekki betri tilfinningu en þá sem maður finnur eftir hlaup þar sem að maður hefur bætt sig. Það er alltaf jafn gott að hlaupa vel, það breytist ekkert. Þetta snýst í raun og veru, að stórum hluta, bara um vilja minn til þess að bæta mig. Ég hef gefið allt í þetta, stundað langhlaupin af fullum krafti með það að leiðarljósi að vera alltaf að bæta mig.“ Tók miklum framförum í Bandaríkjunum Undanfarin ár hefur Baldvin geta sinnt hlaupaferlinum vel samhliða námi í íþróttafræði við East Michigan háskólann í Bandaríkjunum þaðan sem hann útskrifaðist fyrr á árinu. „Tíminn í Bandaríkjunum var alveg frábær fyrir mig. Þar gat ég lagt áherslu á hlaupaferilinn líkt og um atvinnumennsku væri að ræða. Ég bjó með öðrum hlaupurum og var með frábæra þjálfara. Þarna úti var ég náttúrulega í námi og þurfti að stunda það einnig en að miklu leiti snerist mitt daglega líf um hlaupaferilinn.“ Tíminn í Bandaríkjunum reyndist Baldvini ansi góður „Ég naut þess í botn þarna úti að geta æft við mjög góðar aðstæður með afbragðs æfingarfélaga mér við hlið. Núna er maður kominn út úr háskólaumhverfinu og hefur þurft að fóta sig á nýjan leik. Finna út hvar maður er staddur og hvernig maður vill haga hlutunum upp á framtíðina að gera.“ Krefjandi umhverfi atvinnumennskunnar Baldvin er nú búsettur í Hull á Englandi þar sem að hann hefur það að atvinnu að vera langhlaupari. Steinsnar frá Hull, nánar tiltekið í Leeds, hefur hann fundið sér æfingarfélaga og aðstöðu til að halda áfram með sinn feril. Hann segir það krefjandi að hafa þurft að fóta sig á ný utan háskólalífsins. „Það var mjög erfitt fyrst. Þegar að ég var ekki búinn að finna út úr því hvar ég ætlaði mér að vera og hvað ég ætlaði mér að gera yfir höfuð. Háskólalífið hafði verið mjög gott. Þar vissi maður upp á hár hvað maður ætti að gera. Fór í tíma á ákveðnum stað, æfði á ákveðnum stað en eftir háskólann þurfti ég að finna mína eigin leið. En ég er mjög sáttur með þær aðstæður sem ég finn mig í núna. Ég æfi með góðum æfingarhópi í rúmlega klukkustunda fjarlægð frá staðnum sem ég bý á. Ég næ að æfa á fullu og stunda þetta sem atvinnumaður. Þetta er það sem ég hef fyrir atvinnu þrátt fyrir að vera kannski ekki á fullum atvinnumannalaunum. Ég lifi þó og æfi eins og atvinnumaður.“ Baldvin hefur verið fulltrúi Íslands á alþjóðlegum mótum Það felur í sér að Baldvin Þór æfir mikið. Hann hleypur á milli 150 – 160 kílómetra á hverri viku og þegar að hann er ekki á hlaupaæfingum taka styrktar æfingarnar við og endurheimt. „Þá er einnig mikilvægt fyrir mig að komast að í svokölluðum háfjalla æfingarbúðum til þess að ná að hámarka árangurinn.“ Ytri skilyrðin á þessum atvinnumannaferli, peninga hliðin þar á meðal, er krefjandi. „Það er auðvitað krefjandi. Þetta er klárlega krefjandi íþrótt ef á þá hlið er litið. Það er ekki mikill peningur í boði í íþróttinni og eitthvað sem maður þarf að vinna í. Vonandi verður hægt að bæta þar úr svo maður geti stundað þetta alveg að fullu.“ Með augun á París Og markmiðin á komandi tímum fyrir þennan frábæra hlaupara eru skýr: „Markmiðið er náttúrulega bara að halda áfram að bæta sig, bæta árangurinn. Það er gott tækifæri fyrir mig að komast á Ólympíuleikana á næsta ári og göfugt markmið að eiga. Ég þarf að eiga þrjú góð hlaup á næsta ári og ætla mér að hlaupa 3000 metra hlaup í febrúar eða mars og stefna svo á tvö góð 5000 metra hlaup yfir sumarið. Það ætti þá að vera nóg fyrir mig til þess að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Það væri náttúruleg algjör draumur að ná því og yrði einnig gaman fyrir Íslendinga að vera með keppendur í 5000 metra hlaupi á leikunum.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
„Ég hef verið að gefa allt í þetta. Gefa allt í æfingarnar, gefa allt í keppnishlaupin. Fyrir mér er þetta bara það sem lífið snýst um þessa dagana og ég hef geta lagt mikla áherslu á alla þætti sem við koma hlaupaferlinum,“ segir Baldvin Þór í samtali við Vísi. „Ekki bara þáttunum er snúa að hlaupunum sjálfum, heldur einnig endurheimtinni og með því að geta gert það hef ég náð að bæta mig mjög mikið.“ Og með því hefur þessi öflugi hlaupari sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru en það eru ekki Íslandsmetin sem Baldvin horfir helst til í þegar að hann metur árangur sinn í langhlaupunum. „Mér finnst bara ótrúlega gaman að bæta mig. Maður finnur ekki betri tilfinningu en þá sem maður finnur eftir hlaup þar sem að maður hefur bætt sig. Það er alltaf jafn gott að hlaupa vel, það breytist ekkert. Þetta snýst í raun og veru, að stórum hluta, bara um vilja minn til þess að bæta mig. Ég hef gefið allt í þetta, stundað langhlaupin af fullum krafti með það að leiðarljósi að vera alltaf að bæta mig.“ Tók miklum framförum í Bandaríkjunum Undanfarin ár hefur Baldvin geta sinnt hlaupaferlinum vel samhliða námi í íþróttafræði við East Michigan háskólann í Bandaríkjunum þaðan sem hann útskrifaðist fyrr á árinu. „Tíminn í Bandaríkjunum var alveg frábær fyrir mig. Þar gat ég lagt áherslu á hlaupaferilinn líkt og um atvinnumennsku væri að ræða. Ég bjó með öðrum hlaupurum og var með frábæra þjálfara. Þarna úti var ég náttúrulega í námi og þurfti að stunda það einnig en að miklu leiti snerist mitt daglega líf um hlaupaferilinn.“ Tíminn í Bandaríkjunum reyndist Baldvini ansi góður „Ég naut þess í botn þarna úti að geta æft við mjög góðar aðstæður með afbragðs æfingarfélaga mér við hlið. Núna er maður kominn út úr háskólaumhverfinu og hefur þurft að fóta sig á nýjan leik. Finna út hvar maður er staddur og hvernig maður vill haga hlutunum upp á framtíðina að gera.“ Krefjandi umhverfi atvinnumennskunnar Baldvin er nú búsettur í Hull á Englandi þar sem að hann hefur það að atvinnu að vera langhlaupari. Steinsnar frá Hull, nánar tiltekið í Leeds, hefur hann fundið sér æfingarfélaga og aðstöðu til að halda áfram með sinn feril. Hann segir það krefjandi að hafa þurft að fóta sig á ný utan háskólalífsins. „Það var mjög erfitt fyrst. Þegar að ég var ekki búinn að finna út úr því hvar ég ætlaði mér að vera og hvað ég ætlaði mér að gera yfir höfuð. Háskólalífið hafði verið mjög gott. Þar vissi maður upp á hár hvað maður ætti að gera. Fór í tíma á ákveðnum stað, æfði á ákveðnum stað en eftir háskólann þurfti ég að finna mína eigin leið. En ég er mjög sáttur með þær aðstæður sem ég finn mig í núna. Ég æfi með góðum æfingarhópi í rúmlega klukkustunda fjarlægð frá staðnum sem ég bý á. Ég næ að æfa á fullu og stunda þetta sem atvinnumaður. Þetta er það sem ég hef fyrir atvinnu þrátt fyrir að vera kannski ekki á fullum atvinnumannalaunum. Ég lifi þó og æfi eins og atvinnumaður.“ Baldvin hefur verið fulltrúi Íslands á alþjóðlegum mótum Það felur í sér að Baldvin Þór æfir mikið. Hann hleypur á milli 150 – 160 kílómetra á hverri viku og þegar að hann er ekki á hlaupaæfingum taka styrktar æfingarnar við og endurheimt. „Þá er einnig mikilvægt fyrir mig að komast að í svokölluðum háfjalla æfingarbúðum til þess að ná að hámarka árangurinn.“ Ytri skilyrðin á þessum atvinnumannaferli, peninga hliðin þar á meðal, er krefjandi. „Það er auðvitað krefjandi. Þetta er klárlega krefjandi íþrótt ef á þá hlið er litið. Það er ekki mikill peningur í boði í íþróttinni og eitthvað sem maður þarf að vinna í. Vonandi verður hægt að bæta þar úr svo maður geti stundað þetta alveg að fullu.“ Með augun á París Og markmiðin á komandi tímum fyrir þennan frábæra hlaupara eru skýr: „Markmiðið er náttúrulega bara að halda áfram að bæta sig, bæta árangurinn. Það er gott tækifæri fyrir mig að komast á Ólympíuleikana á næsta ári og göfugt markmið að eiga. Ég þarf að eiga þrjú góð hlaup á næsta ári og ætla mér að hlaupa 3000 metra hlaup í febrúar eða mars og stefna svo á tvö góð 5000 metra hlaup yfir sumarið. Það ætti þá að vera nóg fyrir mig til þess að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Það væri náttúruleg algjör draumur að ná því og yrði einnig gaman fyrir Íslendinga að vera með keppendur í 5000 metra hlaupi á leikunum.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira