Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Hamar 86-79 | Eftir samstillt átak varð nýliðaslagurinn óvænt spennandi Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:38 Douglas Wilson hefur verið frábær með Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Álftanes tók á móti Hamri í nýliðaslag í kvöld. Um fyrsta leik sjöttu umferðar í Subway deild karla var að ræða. Lokatölur urður 86-79 Álftanesi í vil og er liðið komið með fjóra sigurleiki í byrjun móts en Hamar er enn án sigurs. Álftanes leiddi nokkuð þægilega í gegnum fyrstu þrjá leikhlutana og var munurinn lengst af í kringum tíu stigin. Heimamenn náðu muninum mest upp í 21 stig í lokaleikhlutanum en þá breyttist allt. Gestirnir skoruðu sautján stig í röð og náðu muninum minnst niður í eitt stig. Þeir fengu aftur tækifæri til að minnka muninn í eitt stig í blálokin en þá fóru tvö vítaskot í súginn og heimamenn kláruðu dæmið. Í lokaleikhlutanum fóru gestirnir í svæðisvörn með Ragnar Nathanaelsson undir körfunni og var eins og lok hefði verið sett á, heimamenn gátu einfaldlega ekki keypt sér körfu. Á móti komst loksins smá flæði í sóknarleik Hvergerðinga og þeir fóru að skora stig hratt og örugglega. Holan var að lokum of djúp, of lítið var eftir til að bjarga andlitinu og Hamar er svo sannarlega komið með bakið upp við vegginn snemma í mótinu. Halldór Karl þjálfari sagði eftir leik að hann íhugar að gera breytingu á leikmannahópnum. Það þarf að hrista aðeins upp í hópnum og ná upp betri anda, leikur liðsins var mjög andlaus lengi framan af. Varamennirnir Björn Ásgeir Ásgeirsson og Daníel Berg Grétarsson hristu aðeins upp í hlutunum og Franck Kamgain hitnaði í seinni hálfleiknum. Maurice Creek var svona la-la en það er einfaldlega ekki nóg frá amerískum leikmanni hjá liði í fallbaráttu. Kamgain endaði með 25 stig og fimm stoðsendingar og Creek endaði með fjórtán stig úr sautján skotum. Raggi Nat var með tvöfalda tvennu; skoraði þrettán stig og tók fjórtán fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var besti maður vallarins í kvöld. Hann skilaði 35 stigum, 77% 2ja stiga nýtingu, 80% 3ja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu. Haukur Helgi Pálsson hafði fram í lokaleikhlutann verið besti maður vallarins en dalaði aðeins undir lokin. Haukur skoraði 23 stig og var með yfir 50% skotnýtingu. Hvað gekk illa? Það sem gekk illa í leiknum var ákvörðun Hamars að gefa Wilson opin þriggja stiga skot. Hann refsaði með fjórum slíkum sem vóg nokkuð þungt. Þá gekk ansi illa hjá Danero Thomas og Jose Medina að skora stig í kvöld. Þessir tveir byrjunarliðsmenn Hamars skoruðu einungis saman sex stig úr sautján skotum. Hamar getur tekið eitthvað jákvætt úr lokaleikhlutanum en spilamennskan fram að því var ekki boðleg frá liði sem var með bakið upp við vegg. Sérstaklega ef horft er í það að í bland við smá ákefð, og dass af kæruleysi frá heimamönnum, þá gat liðið spilað ansi vel í lokin. Hvað gerist næst? Liðin spila næst í næstu viku. Álftanes heimsælir Keflavík eftir tíu daga og Hamar tekur á móti Grindavík. Haukur: Raggi vann blokkkeppnina en ég tek stigin Haukur Helgi vill fá tveggja daga frí eftir sigurinn.Vísir/Anton Brink Fyrir viðtal heyrðist Haukur Helgi Pálsson kalla til þjálfarans Kjartans Atla að það yrðu tveir dagar í frí eftir þennan leik. „Við eigum ekki leik fyrr en eftir tíu daga eða eitthvað. Vonandi fáum við tvo daga í frí, erum búnir að keyra þetta ágætlega núna,“ sagði Haukur og brosti. Hann var svo spurður út í endurkomu Hamars í lokaleikhlutanum. „Einfalda svarið er að við hittum ekki og látum þetta 2-3 svæði hjá þeim einhvern veginn slá okkur út af laginu. Þeir eru með ógn inni í teig í Ragga, en mér fannst við bara svolítið ragir. Ég held að þetta hafi svolítið slagið okkur út af laginu og við verðum bara að læra af því.“ „Já, en samt ekki,“ sagði Haukur aðspurður hvort sér hefði liðið eins og Álftanes væri að glutra unnum leik niður. „Einhvern veginn trúði ég því ekki að það myndi gerast. En maður veit aldrei í þessu sporti. Mér fannst við alltaf með þetta, en þetta var orðið óþægilega nálægt.“ Haukur var næst stigahæstur í liði Álftaness í leiknum, með tólf færri stig en Douglas Wilson sem skorði 35 stig. Haukur var spurður út í Douglas. „Það er kraftur í honum, hann stoppar aldrei og núna var hann að setja þristana sína sem hann er búinn að vera gera á æfingum. Þetta er bara skrímsli, það er bara þannig.“ Það voru orðaskipti milli Hauks og Ragnars Ágústs Nathanealsonar í leiknum. Þeir hafa spilað saman í landsliðinu. „Ég sagði að þetta var bara 1-1. Ég var bara með eitt blokk og hann var með eitt, síðan held ég að hann hafi blokkað mig aftur, þannig hann átti sigurinn þar. En ég tek stigin. Það er stærra, þótt það sé alltaf gaman að búa til einhverja keppni með Nat-vélinni.“ Haukur setur pressu og kröfu á Álftanes, en er heilt yfir ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur, erum ekkert komnir á endastöð og þurfum bara að halda áfram. Framan af var þetta flott, en í endann sjáum við að við þurfum virkilega að bæta okkur.“ Þrátt fyrir að hafa misst örugga forystu niður, er jákvætt að sjá að liðið getur unnið sigur án þess að Hörður Axel Vilhjálmsson sé með? „Það sýnir breiddina. Hörður Axel kann að stýra hlutunum eins og hershöfðingi og við söknum hans klárlega í þessum aðstæðum, og bara öllum svo sem,“ sagði Haukur að lokum. Halldór: Menn virðast ekki átta sig á stöðunni sem við erum í Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Það er bara dropi í hafið miðað við sóknarleik og annað í dag. Það er margt annað að pæla í heldur en tvö klúðruð víti í lokin.“ „Jú jú, svekkjandi en ég er mest að pæla í að menn átti sig ekki á því í hvaða stöðu við erum í. Við komum inn í leikinn eins og við séum á „cruise control“ um miðja deild og á leiðinni í úrslitakeppni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar og ef menn átta sig ekki á því þá eru menn ekki að átta sig á stöðunni. Það sem ég hef áhyggjur af er orkustigið. Við erum 0-6 núna og þurfum kraftaverk.“ „Menn gætu sagt að Þórsarar hafi gert þetta og hitt í fyrra, en við erum ekki með sama bakland til að geta gert það sem þeir gerðu. Ég skil ekki þá nálgun að koma inn í leik og ætla fara spila með þeim. Við eigum að berja frá okkur og það gerðum við ekki í dag,“ sagði svekktur Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, eftir leikinn. Hann segist íhuga að gera breytingu á leikmannahópnum til að hrista upp í hlutunum. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Það er klárt mál að þetta er ekki að smella vel saman og ég þarf að heyra í mínum mönnum og sjá hvað við getum gert. Það getur vel verið að við þurfum að gera einhverjar breytingar á þessu liði. Ef menn ætla ekki að hafa hjartað í þennan leik, þá veit ég ekki hvað menn eru að gera hérna.“ Það gekk vel hjá Hamri í lokaleikhlutanum að fara í svæðisvörn og náði liðið að minnka muninn niður í eitt stig eftir að hafa verið 21 stigi undir. „Við köstum inn svæði, æfum það reglulega. Við héldum að við hefðum getuna til að ráða við þá maður gegn manni. Ég get tekið það á mig að Douglas Wilson hafi sett 4 af 5 í þristum og 9 af 10 í vítum. Maurinn er 50% vítaskytta og 16% þriggja stiga skytta. Maður hefði kannski átt að spila með mann á honum í staðinn fyrir að gefa honum skotið. Stundum virkar það, stundum ekki. Svæðið virkaði, en maður á mann vörnin virkaði alveg líka. Getuleysið sóknarlega... ég veit ekki alveg hvað menn voru að pæla í þriðja leikhluta, hlaupandi í hringi, var bara rugl.“ Halldór hrósaði Birni Ásgeiri Ásgeirssyni sem skoraði níu stig af bekknum og sýndi mikið hjarta. „Hann er alltaf duglegur og alltaf með hjartað á réttum stað. Ég var ósáttur með sjálfan mig, hefði átt að láta hann spila meira í fyrri hálfleik. Hann sat við skiptiborðið í þrjár mínútur af því leikurinn stoppaði ekki. Svo er maður vanafastur á ákveðnum mínútum að skipta. Hann kemur alltaf með orku, vill berjast, getur skorað og varist. Við þurfum bara meira þannig.“ Jose Medina sem byrjaði leikinn skoraði einungis eitt stig í leiknum og spilaði einungis tæpar nítján mínútur. Er Halldór svekktur með Spánverjann? „Hann mætti alveg fara að spila einhverja vörn, vera ekki langt frá mönnunum sínum og stjórna flæðinu betur í sóknarleiknum. Það er alveg klárt mál að menn eins og Björn Ásgeir fá að spila meira ef þeir spila almennilega vörn.“ Halldór er í nótt á leið í flug til Rúmeníu þar sem hann bregður sér í hlutverk aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Hvað mun fara í gegnum huga hans á leiðinni út? „Hannes framkvæmdastjóri nær í mig í nótt og krefst þess þess að ég vinni mína vinnu fyrir landsliðið. Ég fékk svigrúm til að vera hér í kvöld. Núna þarf ég að einbeita mér á A-landslið kvenna og ég geri það. En um leið og ég kem heim þá tökum við á þessu. Sem betur fer er dálítið langt í næsta leik og getum aðeins rýnt í hlutina,“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Hamar
Álftanes tók á móti Hamri í nýliðaslag í kvöld. Um fyrsta leik sjöttu umferðar í Subway deild karla var að ræða. Lokatölur urður 86-79 Álftanesi í vil og er liðið komið með fjóra sigurleiki í byrjun móts en Hamar er enn án sigurs. Álftanes leiddi nokkuð þægilega í gegnum fyrstu þrjá leikhlutana og var munurinn lengst af í kringum tíu stigin. Heimamenn náðu muninum mest upp í 21 stig í lokaleikhlutanum en þá breyttist allt. Gestirnir skoruðu sautján stig í röð og náðu muninum minnst niður í eitt stig. Þeir fengu aftur tækifæri til að minnka muninn í eitt stig í blálokin en þá fóru tvö vítaskot í súginn og heimamenn kláruðu dæmið. Í lokaleikhlutanum fóru gestirnir í svæðisvörn með Ragnar Nathanaelsson undir körfunni og var eins og lok hefði verið sett á, heimamenn gátu einfaldlega ekki keypt sér körfu. Á móti komst loksins smá flæði í sóknarleik Hvergerðinga og þeir fóru að skora stig hratt og örugglega. Holan var að lokum of djúp, of lítið var eftir til að bjarga andlitinu og Hamar er svo sannarlega komið með bakið upp við vegginn snemma í mótinu. Halldór Karl þjálfari sagði eftir leik að hann íhugar að gera breytingu á leikmannahópnum. Það þarf að hrista aðeins upp í hópnum og ná upp betri anda, leikur liðsins var mjög andlaus lengi framan af. Varamennirnir Björn Ásgeir Ásgeirsson og Daníel Berg Grétarsson hristu aðeins upp í hlutunum og Franck Kamgain hitnaði í seinni hálfleiknum. Maurice Creek var svona la-la en það er einfaldlega ekki nóg frá amerískum leikmanni hjá liði í fallbaráttu. Kamgain endaði með 25 stig og fimm stoðsendingar og Creek endaði með fjórtán stig úr sautján skotum. Raggi Nat var með tvöfalda tvennu; skoraði þrettán stig og tók fjórtán fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var besti maður vallarins í kvöld. Hann skilaði 35 stigum, 77% 2ja stiga nýtingu, 80% 3ja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu. Haukur Helgi Pálsson hafði fram í lokaleikhlutann verið besti maður vallarins en dalaði aðeins undir lokin. Haukur skoraði 23 stig og var með yfir 50% skotnýtingu. Hvað gekk illa? Það sem gekk illa í leiknum var ákvörðun Hamars að gefa Wilson opin þriggja stiga skot. Hann refsaði með fjórum slíkum sem vóg nokkuð þungt. Þá gekk ansi illa hjá Danero Thomas og Jose Medina að skora stig í kvöld. Þessir tveir byrjunarliðsmenn Hamars skoruðu einungis saman sex stig úr sautján skotum. Hamar getur tekið eitthvað jákvætt úr lokaleikhlutanum en spilamennskan fram að því var ekki boðleg frá liði sem var með bakið upp við vegg. Sérstaklega ef horft er í það að í bland við smá ákefð, og dass af kæruleysi frá heimamönnum, þá gat liðið spilað ansi vel í lokin. Hvað gerist næst? Liðin spila næst í næstu viku. Álftanes heimsælir Keflavík eftir tíu daga og Hamar tekur á móti Grindavík. Haukur: Raggi vann blokkkeppnina en ég tek stigin Haukur Helgi vill fá tveggja daga frí eftir sigurinn.Vísir/Anton Brink Fyrir viðtal heyrðist Haukur Helgi Pálsson kalla til þjálfarans Kjartans Atla að það yrðu tveir dagar í frí eftir þennan leik. „Við eigum ekki leik fyrr en eftir tíu daga eða eitthvað. Vonandi fáum við tvo daga í frí, erum búnir að keyra þetta ágætlega núna,“ sagði Haukur og brosti. Hann var svo spurður út í endurkomu Hamars í lokaleikhlutanum. „Einfalda svarið er að við hittum ekki og látum þetta 2-3 svæði hjá þeim einhvern veginn slá okkur út af laginu. Þeir eru með ógn inni í teig í Ragga, en mér fannst við bara svolítið ragir. Ég held að þetta hafi svolítið slagið okkur út af laginu og við verðum bara að læra af því.“ „Já, en samt ekki,“ sagði Haukur aðspurður hvort sér hefði liðið eins og Álftanes væri að glutra unnum leik niður. „Einhvern veginn trúði ég því ekki að það myndi gerast. En maður veit aldrei í þessu sporti. Mér fannst við alltaf með þetta, en þetta var orðið óþægilega nálægt.“ Haukur var næst stigahæstur í liði Álftaness í leiknum, með tólf færri stig en Douglas Wilson sem skorði 35 stig. Haukur var spurður út í Douglas. „Það er kraftur í honum, hann stoppar aldrei og núna var hann að setja þristana sína sem hann er búinn að vera gera á æfingum. Þetta er bara skrímsli, það er bara þannig.“ Það voru orðaskipti milli Hauks og Ragnars Ágústs Nathanealsonar í leiknum. Þeir hafa spilað saman í landsliðinu. „Ég sagði að þetta var bara 1-1. Ég var bara með eitt blokk og hann var með eitt, síðan held ég að hann hafi blokkað mig aftur, þannig hann átti sigurinn þar. En ég tek stigin. Það er stærra, þótt það sé alltaf gaman að búa til einhverja keppni með Nat-vélinni.“ Haukur setur pressu og kröfu á Álftanes, en er heilt yfir ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur, erum ekkert komnir á endastöð og þurfum bara að halda áfram. Framan af var þetta flott, en í endann sjáum við að við þurfum virkilega að bæta okkur.“ Þrátt fyrir að hafa misst örugga forystu niður, er jákvætt að sjá að liðið getur unnið sigur án þess að Hörður Axel Vilhjálmsson sé með? „Það sýnir breiddina. Hörður Axel kann að stýra hlutunum eins og hershöfðingi og við söknum hans klárlega í þessum aðstæðum, og bara öllum svo sem,“ sagði Haukur að lokum. Halldór: Menn virðast ekki átta sig á stöðunni sem við erum í Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Það er bara dropi í hafið miðað við sóknarleik og annað í dag. Það er margt annað að pæla í heldur en tvö klúðruð víti í lokin.“ „Jú jú, svekkjandi en ég er mest að pæla í að menn átti sig ekki á því í hvaða stöðu við erum í. Við komum inn í leikinn eins og við séum á „cruise control“ um miðja deild og á leiðinni í úrslitakeppni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar og ef menn átta sig ekki á því þá eru menn ekki að átta sig á stöðunni. Það sem ég hef áhyggjur af er orkustigið. Við erum 0-6 núna og þurfum kraftaverk.“ „Menn gætu sagt að Þórsarar hafi gert þetta og hitt í fyrra, en við erum ekki með sama bakland til að geta gert það sem þeir gerðu. Ég skil ekki þá nálgun að koma inn í leik og ætla fara spila með þeim. Við eigum að berja frá okkur og það gerðum við ekki í dag,“ sagði svekktur Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, eftir leikinn. Hann segist íhuga að gera breytingu á leikmannahópnum til að hrista upp í hlutunum. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Það er klárt mál að þetta er ekki að smella vel saman og ég þarf að heyra í mínum mönnum og sjá hvað við getum gert. Það getur vel verið að við þurfum að gera einhverjar breytingar á þessu liði. Ef menn ætla ekki að hafa hjartað í þennan leik, þá veit ég ekki hvað menn eru að gera hérna.“ Það gekk vel hjá Hamri í lokaleikhlutanum að fara í svæðisvörn og náði liðið að minnka muninn niður í eitt stig eftir að hafa verið 21 stigi undir. „Við köstum inn svæði, æfum það reglulega. Við héldum að við hefðum getuna til að ráða við þá maður gegn manni. Ég get tekið það á mig að Douglas Wilson hafi sett 4 af 5 í þristum og 9 af 10 í vítum. Maurinn er 50% vítaskytta og 16% þriggja stiga skytta. Maður hefði kannski átt að spila með mann á honum í staðinn fyrir að gefa honum skotið. Stundum virkar það, stundum ekki. Svæðið virkaði, en maður á mann vörnin virkaði alveg líka. Getuleysið sóknarlega... ég veit ekki alveg hvað menn voru að pæla í þriðja leikhluta, hlaupandi í hringi, var bara rugl.“ Halldór hrósaði Birni Ásgeiri Ásgeirssyni sem skoraði níu stig af bekknum og sýndi mikið hjarta. „Hann er alltaf duglegur og alltaf með hjartað á réttum stað. Ég var ósáttur með sjálfan mig, hefði átt að láta hann spila meira í fyrri hálfleik. Hann sat við skiptiborðið í þrjár mínútur af því leikurinn stoppaði ekki. Svo er maður vanafastur á ákveðnum mínútum að skipta. Hann kemur alltaf með orku, vill berjast, getur skorað og varist. Við þurfum bara meira þannig.“ Jose Medina sem byrjaði leikinn skoraði einungis eitt stig í leiknum og spilaði einungis tæpar nítján mínútur. Er Halldór svekktur með Spánverjann? „Hann mætti alveg fara að spila einhverja vörn, vera ekki langt frá mönnunum sínum og stjórna flæðinu betur í sóknarleiknum. Það er alveg klárt mál að menn eins og Björn Ásgeir fá að spila meira ef þeir spila almennilega vörn.“ Halldór er í nótt á leið í flug til Rúmeníu þar sem hann bregður sér í hlutverk aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Hvað mun fara í gegnum huga hans á leiðinni út? „Hannes framkvæmdastjóri nær í mig í nótt og krefst þess þess að ég vinni mína vinnu fyrir landsliðið. Ég fékk svigrúm til að vera hér í kvöld. Núna þarf ég að einbeita mér á A-landslið kvenna og ég geri það. En um leið og ég kem heim þá tökum við á þessu. Sem betur fer er dálítið langt í næsta leik og getum aðeins rýnt í hlutina,“ sagði Halldór að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum