Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala
Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs.
Tengdar fréttir
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands
Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi
Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.
Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum
Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð.
Vísisjóðir með fulla vasa fjár eftir tímabil sem var „orðið hálf klikkað“
Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum.
Verðlækkanir á mörkuðum gerir fjármögnun sprota erfiðari
Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja og sala tæknilausna verður erfiðari vegna þess að verð á hlutabréfum lækkaði á árinu 2022. Þær lækkanir eru að koma fram og munu skila sér í „verulegum verðlækkunum á óskráðum eignum.“
Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022
Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.
Ísland er í öðru sæti í vísifjárfestingum miðað við höfðatölu
Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.