Sýningin er haldin í tilefni 160 ára afmælis Þjóðminjasafnsins og er árangur áratuga rannsókna Elsu E. Guðjónsdóttur á refilsaumi. Á sýningunni eru til sýnis fimmtán refilsaumsklæði frá tímabilinu 1400 til 1677 og er þetta er í fyrsta sinn sem klæðin eru öll undir saman þaki og sýnd á einni sýningu.
Níu þeirra eru í varðveislu Þjóðminjasafns Íslands en sex eru í eigu erlendra safna, þar á meðal Louvre í París þar sem það er til sýnis alla daga allan ársins hring. Refilsaumsklæði eru unnin af konum og sögð dýrgripir íslenskrar listasögu.
Langur og strangur undirbúningur hefur verið að sýningunni en lánsgripirnir þurfa sérstaka meðhöndlun og lúta ströngum skilyrðum um varðveislu og sýningarbúnað. Með gripunum kemur fylgdarfólk sem fylgir gripum hvert fótmál.
Líkt og fyrr segir er sýningin árangur áratuga rannsókna Elsu E. Guðjónsdóttur á refilsaumi. Í október kom út bók eftir Elsu sem hún náði þó ekki að klára sjálf heldur lauk Lilja Árnadóttir verkinu.
Hér að neðan má sjá myndir af gestum á opnun sýningarinnar á laugardag.















