Áminning til bæklunarlæknis felld úr gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:33 Ráðuneytið felldi ámininningu Landlæknis úr gildi. Vísir/Vilhelm Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð. Læknirinn kærði ákvörðun Landlæknis til ráðuneytisins. Um er að ræða aðgerðir sem hann gerði í mars árið 2016 og í mars árið 2002. Maðurinn hafi framkvæmt aðgerð á öxl án þess að fyrir lægi ábending fyrir henni og auk þess gert mistök í krossbandsaðgerðinni. Hann hafi vanrækt að færa sjúkraskrá í báðum tilvikum. Læknirinn byggir kæru sína á því hve langur tími hafi liðið frá því að fyrri aðgerðin hafi verið gerð. Útilokað sé fyrir hann að bregðast við athugasemdum við aðgerð sem framkvæmd hafi verið fyrir svö löngum tíma. Þá segir læknirinn að ámælisvert hefði verið að framkvæma ekki hina aðgerðina á öxl sjúklingsins til að létta á verkjum hans. Vanræksla á færslu sjúkraskrár hafi átt að leiða til tilmæla um úrbætur og vísar læknirinn til meðalhófsreglunnar. Landlæknir segir viðkomandi sjúkling sem gengist hafi undir krossbandsaðgerðina árið 2002 hafi verið í fullum rétti til að leggja fram kvörtun þar sem upp hafi komist um mistökin í myndatöku og speglun árin 2018 og 2019. Læknirinn hafi auk þess vanrækt hlutverk sitt sem bæklunarlæknir árið 2016 og því hafi ekki verið unnt að beita vægara eftirlitsúrræði en áminningu. Í úrskurði sínum segir ráðuneytið að það sé mat þess sað aldur brotsins, vegna aðgerðarinnar árið 2002, sé slíkur að það verði vart lagt til grundvallar ákvörðun um að veita lækninum áminningu. Hið sama eigi við um þau mistök sem læknirinn hafi gert við aðgerðina. Vegna aðgerðarinnar árið 2016 telur ráðuneytið að alvarleikastig þess máls nái ekki þeim þröskuldi að veita beri lækninum áminningu vegna þeirra atriði sem það varðar. Telur ráðuneytið það varða vanrækslu á færslu sjúkraskrár. Málið sé þó tilefni til þess að beina tilmælum til læknisins um að haga færslu sjúkraskrár í samræmi við lög. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Læknirinn kærði ákvörðun Landlæknis til ráðuneytisins. Um er að ræða aðgerðir sem hann gerði í mars árið 2016 og í mars árið 2002. Maðurinn hafi framkvæmt aðgerð á öxl án þess að fyrir lægi ábending fyrir henni og auk þess gert mistök í krossbandsaðgerðinni. Hann hafi vanrækt að færa sjúkraskrá í báðum tilvikum. Læknirinn byggir kæru sína á því hve langur tími hafi liðið frá því að fyrri aðgerðin hafi verið gerð. Útilokað sé fyrir hann að bregðast við athugasemdum við aðgerð sem framkvæmd hafi verið fyrir svö löngum tíma. Þá segir læknirinn að ámælisvert hefði verið að framkvæma ekki hina aðgerðina á öxl sjúklingsins til að létta á verkjum hans. Vanræksla á færslu sjúkraskrár hafi átt að leiða til tilmæla um úrbætur og vísar læknirinn til meðalhófsreglunnar. Landlæknir segir viðkomandi sjúkling sem gengist hafi undir krossbandsaðgerðina árið 2002 hafi verið í fullum rétti til að leggja fram kvörtun þar sem upp hafi komist um mistökin í myndatöku og speglun árin 2018 og 2019. Læknirinn hafi auk þess vanrækt hlutverk sitt sem bæklunarlæknir árið 2016 og því hafi ekki verið unnt að beita vægara eftirlitsúrræði en áminningu. Í úrskurði sínum segir ráðuneytið að það sé mat þess sað aldur brotsins, vegna aðgerðarinnar árið 2002, sé slíkur að það verði vart lagt til grundvallar ákvörðun um að veita lækninum áminningu. Hið sama eigi við um þau mistök sem læknirinn hafi gert við aðgerðina. Vegna aðgerðarinnar árið 2016 telur ráðuneytið að alvarleikastig þess máls nái ekki þeim þröskuldi að veita beri lækninum áminningu vegna þeirra atriði sem það varðar. Telur ráðuneytið það varða vanrækslu á færslu sjúkraskrár. Málið sé þó tilefni til þess að beina tilmælum til læknisins um að haga færslu sjúkraskrár í samræmi við lög.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira