Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2023 10:18 Drengurinn varð átta ára þann 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið. Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið.
Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14
„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53
Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40