Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 07:20 Trump virðist í sókn en ár í kosningar, sem er langur tími í pólitík. epa/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent