Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 14:21 Fiskidagurinn mikli var fyrst haldinn á Dalvík árið 2001. Vísir/Tryggvi Páll Fiskidagurinn mikli, sem haldinn hefur verið frá árinu 2001 heyrir nú sögunni til. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskideginum mikla. Stjórn samnefnds félags sem haldið hefur utan um hátíðina hefur nú ákveðið að láta staðar numið, samkvæmt tilkynningu. Þá segir að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla 2024 hafi verið tekin ákvörðun um að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Um 600 þúsund gestir frá upphafi Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. „Áhugi styrktaraðila, sjálfboðaliða, samstarfsfélaga og landsmanna reyndist síst minni en áður. Samkoman tókst afskaplega vel og greinilegur áhugi fyrir því að við skyldum halda ótrauð áfram sumarið 2024,“ segir í tilkynningunni. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins og um 130 fyrirtæki voru styrktaraðilar Fiskidagsins mikla hverju sinni. Loks þakkar stjórn Fiskidagsins mikla íbúum Dalvíkurbyggðar, sjálfboðaliðum sem hjálpuðu við undirbúning hátíðarinnar, gestum og fjölskyldum í byggðarlaginu sem opnuðu heimili sín fyrir gestum á súpukvöldum. Orðrómur varð að veruleika Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla sagði í samtali við fréttastofu í ágúst að hann botnaði ekki í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn í ár yrði sá síðasti. Hann sagði aldrei hafa komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. Þá sagði hann gaman að geta loksins farið af stað aftur. Friðrik Ómar bregst við fréttunum Tónlistarmaðurinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, sem ár hvert hefur spilað stórt hlutverk í hátíðinni, hefur brugðist við tíðindunum á Instagram. „Þakklæti er mér efst í huga nú þegar Fiskidagurinn Mikli heyrir sögunni til. Takk Dalvík fyrir að taka á móti um 600 þúsund gestum á 20 árum. Takk allir listamenn sem fram komu og mitt kæra samstarfsfólk í þessu stórkostlega verkefni. Takk Júlli! Bestur. Takk Samherji fyrir að treysta mér fyrir Fiskidagstónleikunum. Áfram Dalvík,“ skrifar Friðrik við Instagram færslu og lætur myndir af ýmsum fiskidagsminningum fylgja. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Fréttin hefur verið uppfærð. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 „Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54 Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskideginum mikla. Stjórn samnefnds félags sem haldið hefur utan um hátíðina hefur nú ákveðið að láta staðar numið, samkvæmt tilkynningu. Þá segir að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla 2024 hafi verið tekin ákvörðun um að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Um 600 þúsund gestir frá upphafi Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. „Áhugi styrktaraðila, sjálfboðaliða, samstarfsfélaga og landsmanna reyndist síst minni en áður. Samkoman tókst afskaplega vel og greinilegur áhugi fyrir því að við skyldum halda ótrauð áfram sumarið 2024,“ segir í tilkynningunni. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins og um 130 fyrirtæki voru styrktaraðilar Fiskidagsins mikla hverju sinni. Loks þakkar stjórn Fiskidagsins mikla íbúum Dalvíkurbyggðar, sjálfboðaliðum sem hjálpuðu við undirbúning hátíðarinnar, gestum og fjölskyldum í byggðarlaginu sem opnuðu heimili sín fyrir gestum á súpukvöldum. Orðrómur varð að veruleika Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla sagði í samtali við fréttastofu í ágúst að hann botnaði ekki í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn í ár yrði sá síðasti. Hann sagði aldrei hafa komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. Þá sagði hann gaman að geta loksins farið af stað aftur. Friðrik Ómar bregst við fréttunum Tónlistarmaðurinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, sem ár hvert hefur spilað stórt hlutverk í hátíðinni, hefur brugðist við tíðindunum á Instagram. „Þakklæti er mér efst í huga nú þegar Fiskidagurinn Mikli heyrir sögunni til. Takk Dalvík fyrir að taka á móti um 600 þúsund gestum á 20 árum. Takk allir listamenn sem fram komu og mitt kæra samstarfsfólk í þessu stórkostlega verkefni. Takk Júlli! Bestur. Takk Samherji fyrir að treysta mér fyrir Fiskidagstónleikunum. Áfram Dalvík,“ skrifar Friðrik við Instagram færslu og lætur myndir af ýmsum fiskidagsminningum fylgja. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Fréttin hefur verið uppfærð.
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 „Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54 Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43
„Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54
Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04