Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Dómur var kveðinn upp á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira