Sýn og Árvakur hljóta mest Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 14:37 Árvakur rekur Morgunblaðið og Mbl.is. Sýn er með Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Vísir/Egill/Vilhelm Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira