Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 07:00 DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, segist hafa verið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti. VÍSIR / ANTON BRINK Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira