Skjálfti af stærðinni 4,3 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 14:34 Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni Vísir/Arnar Halldórsson Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 mældist norðaustur af Grindavík klukkan 13:14 í dag. Um er að ræða einn stærsta skjálfta sem mælst hefur í yfirstandandi hrinu. Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að enn sé verið að finna út stærð skjálftann og að ljóst megi vera að skjálftinn hafi verið um 4,3 að stærð. Upplýsingar sem birtust á töflu á vef Veðurstofunnar um að skjálftinn hafi verið 4,7 að stærð sé ekki rétt. Áköf skjálftahrina af völdum spennubreytinga átti sér stað eftir miðnætti og til morguns, en á þeim tíma mældust um þúsund skjálftar, þar af tólf yfir þrír af stærð og tveir yfir fjórum. Stærsti skjálftinn mældist klukkan 08:06 og var 4,3 að stærð. Klukkan rúmlega eitt mældist annar skjálfti af sömu stærð sem fannst vel á Reykjanesi. Annar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð kl. 14:01 í Þorbirni. Engin skýr merki um kviku að færast nær yfirborði Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir virðast raða sér í norður-suður stefnu vestan Þorbjarnar. Slíkar sprungur séu þekktar á svæðinu en þær safna spennu sem tengist landreki og geta hrokkið vegna spennu frá innskotum. „Engin skýr merki eru að svo stöddu um að kvika sé að færast nær yfirborði. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í grynnkandi skjálftavirkni og vaxandi óróa sem eru afar tíðir og litlir skjálftar. Samhliða því ætti að mælast skyndileg aflögun (gliðnun) á yfirborði á GPS mælum. Vel er fylgst með þróun mála þar sem atburðarrásin getur breyst með litlum fyrirvara,“ segir í tilkynningunni. Jarðeðlisfræðingur sagði í hádegisfréttum í dag eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að enn sé verið að finna út stærð skjálftann og að ljóst megi vera að skjálftinn hafi verið um 4,3 að stærð. Upplýsingar sem birtust á töflu á vef Veðurstofunnar um að skjálftinn hafi verið 4,7 að stærð sé ekki rétt. Áköf skjálftahrina af völdum spennubreytinga átti sér stað eftir miðnætti og til morguns, en á þeim tíma mældust um þúsund skjálftar, þar af tólf yfir þrír af stærð og tveir yfir fjórum. Stærsti skjálftinn mældist klukkan 08:06 og var 4,3 að stærð. Klukkan rúmlega eitt mældist annar skjálfti af sömu stærð sem fannst vel á Reykjanesi. Annar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð kl. 14:01 í Þorbirni. Engin skýr merki um kviku að færast nær yfirborði Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir virðast raða sér í norður-suður stefnu vestan Þorbjarnar. Slíkar sprungur séu þekktar á svæðinu en þær safna spennu sem tengist landreki og geta hrokkið vegna spennu frá innskotum. „Engin skýr merki eru að svo stöddu um að kvika sé að færast nær yfirborði. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í grynnkandi skjálftavirkni og vaxandi óróa sem eru afar tíðir og litlir skjálftar. Samhliða því ætti að mælast skyndileg aflögun (gliðnun) á yfirborði á GPS mælum. Vel er fylgst með þróun mála þar sem atburðarrásin getur breyst með litlum fyrirvara,“ segir í tilkynningunni. Jarðeðlisfræðingur sagði í hádegisfréttum í dag eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira