Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:22 Eldur logar og reykur stígur til himins eftir árás Ísraelshers á Tal Al Hawa í Gasaborg. epa/Mohammed Saber Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. „Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira