Dedrick Basile: Það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 22:20 Dedrick Basile var allt í öllu hjá Grindavík í kvöld. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld þegar 5. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Þar fór Dedrick Basile á kostum í sigri Grindvíkinga. Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“ Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“
Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10