Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 22:28 Þór Þ. vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð. Bæði lið voru nokkuð lengi í gang og skiptust á að hafa forystuna fyrstu mínútur leiksins. Um miðjan fyrsta leikhluta náðu Þórsarar góðu áhlaupi og náðu átta stiga forskoti í stöðunni 19-11 þegar Davíð Arnar Ágústsson setti niður góðan þrist. Heimamenn héldu forystunni út leikhlutann og leiddu með sjö stigum að honum loknum, staðan 24-17. Þórsarar byrjuðu svo af miklum krafti í öðrum leikhluta og náðu mest 12 stiga forystu í stöðunni 31-19. Gestirnir vöknuðu þá til lífsins á ný og söxuðu hægt og rólega á forskot heimamanna þar til Álftnesingar náðu loks forystunni í stöðunni 36-37 þegar enn voru tæplega þrjár og hálf mínúta eftir af fyrri hálfleik. Það voru þó Þórsarar sem reyndust sterkari á lokakafla fyrri hálfleiks og 13-3 kafli sá til þess að þeir leiddu með sjö stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 47-40. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama. Áfram ríkti jafnræði með liðunum, en það voru heimamenn í Þór sem höfðu áfram yfirhöndina. Þórsarar náðu ellefu stiga forskoti í stöðunni 57-46 þegar þriðja leikhluti var um það bil hálfnaður, en þeir náðu aldrei að hrista gestina almennilega af sér og staðan var 66-59 þegar komið var að lokaleikhlutanum. Álftnesingar náðu góðu áhlaupi í upphafi fjórða leikhluta. Þeir skoruðu fyrstu tíu stig leikhlutans og náðu þriggja stiga forystu í stöðunni 66-69. Mest náðu þeir sex stiga forskoti í stöðunni 70-76 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en þá náðu Þórsarar vopnum sínum á ný og skoruðu ellefu stig í röð. Heimamenn héldu út síðustu mínúturnar og unnu að lokum nauman fimm stiga sigur, 84-79. Af hverju vann Þór? Þórsarar leiddu stærstan hluta leiksins og voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Heimamenn skutu vel fyrir utan þriggja stiga línuna og varnarleikur þeirra gerði gestunum frá Álftanesi oft og tíðum erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple átti stórgóðan leik fyrir Þórsara og skoraði 25 stig fyrir liðið, þar af tvær flautukörfur og mikilvægt sniðskot til að koma heimamönnum í sex stiga forskot þegar tæpar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. Þá tók hann einnig 14 fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fjórum boltum. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að finna auðveldar leiðir að körfunni í gegnum vörn heimamanna. Að sama skapi gekk Þórsurum illa að slíta sig frá Álftnesingum og þar af leiðandi varð sigur þeirra ekki öruggari en raun bar vitni. Hvað gerist næst? Þórsarar fara til Grindavíkur næsta fimmtudag og mæta þar heimamönnum klukkan 19.15. Álftanes tekur hins vegar á móti Hamri strax á mánudaginn í næstu viku. Lárus: Þristurinn frá Dabba í horninu sem bjargaði okkur fyrir horn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst við vera með stjórnina á leiknum megnið af honum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Svo eru þeir liggur við búnir að snúa honum sér í hag í fjórða leikhluta, en ætli það hafi ekki bara verið þristurinn frá Dabba í horninu sem bjargaði okkur fyrir horn. Þá kom mómentið aftur með okkur og leikurinn jafnaðist.“ „Eftir það snérist þetta bara um hvort liðið myndi vera klárara að finna leiðir til að skora og mér fannst við verða aðeins rólegri á boltann og Darwin Davis gerði bara það sem hann á að gera. Bæði að skora og finna menn. Við vorum bara frekar klárir í lokin.“ Þrátt fyrir að hafa verið yfir nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins tóks Þórsurum aldrei að drepa leikinn almennilega og Lárus segir einfalda ástæðu fyrir því. „Við náum aldrei einhverjum svakalegum áhlaupum og ástæðan er bara að Álftanes er með mjög gott lið.“ „Svo fannst mér þeir ná yfirhöndinni þegar það var einhver æðibunugangur á okkur og við vorum ekki að leita að því sem við vorum búnir að ákveða að leita að fyrir leik og þá ná þeir að skora hratt í bakið á okkur. Mér fannst við vera með þá þegar við vorum að spila bara við þá á hálfum velli því þá er rosalega erfitt að skora á okkur. Einstaka sinnum erum við sjálfum okkur verstir þegar við förum að flýta okkur of mikið.“ Þá segist Lárus hins vegar vera virkilega ánægður með liðið að hafa náð að koma aftur til baka eftir að umræddur æðibunugangur kom á liðið. „Já ég er mjög ánægður með það. Það sýnir mikinn karakter. Það er mjög auðvelt þar sem þú ert búinn og leiða allan leikinn að lenda svo fimm stigum undir út af einhverjum æðibunugangi að halda bara áfram í því. En oft hjálpa manni svona stór skot eins og hjá Dabba í horninu. En svo spiluðum við bara mjög góða vörn í lokin og það var erfitt fyrir þá að skora. Til að þeir myndu ná að vinna þurftu þeir bara að hitta erfiðum skotum.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og Lárus segir það klárlega hjálpa sjálfstrausti leikmanna. „Mér fannst þetta vera besti leikurinn hjá okkur í vetur. Þetta er sterkasta liðið sem við erum búnir að spila við fyrir utan Valsara í fyrsta leik. Mér finnst við vera að nálgast eitthvað „identity“ og ég held að það sé meira varnarmeginn heldur en sóknarmegin og við erum farnir að þekkja betur inn á hvern annan og vita hvert við eigum að leita í sókninni þannig hún verði ekki tilviljunarkennd. Af því að ef hún er tilviljunarkennd þá geturðu fengið hraðar sóknir í bakið og við viljum það ekki. Við viljum geta sest með vörnina okkar og manað hin liðin í að reyna að skora á okkur,“ sagði Lárus að lokum. Kjartan Atli: Stigin sem þeir fá úr þessum þristum sem vega þungt Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness.Vísir/Hulda Margrét „Þetta leit bara nákvæmlega þannig út. Við vorum að elta, en mér fannst við gera þannig séð nóg til þess að verðskulda sigurinn þannig lagað þó svo að Þórsarar hafi leitt allan leikinn fyrir utan einhverjar sex mínútur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir tapið. „Við komum til baka og sýndum þann karakter. Vip vorum tólf stigum undir þegar verst var fyrir okkur, en komum til baka og komumst sex stigum yfir í miðjum fjórða leikhluta og það er ákveðið styrkleikamerki. En að sama skapi ákveðið veikleikamenrki að missa það aftur niður. Það er eitthvað sem við munum læra af.“ Þá segir hann það kosta mikla orku fyrir liðið að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn, þrátt fyrir að munurinn á liðunum hafi aldrei orðið mikill. „Það gerir það. Við vorum einmitt að ræða það inni í klefa. Þetta eru bara það góð lið og Þórsarar eru bara með frábært lið, mjög taktískir og vel drillaðir, vel þjálfaðir.“ „Þetta er það sama og gerðist á móti Stólunum að þegar lið komast tveggja stafa tölu yfir framan af leik þá verður það bara orkufrekt að koma til baka. En við gerðum það og þegar það eru bara einhverjar þrjár mínútur eftir þá erum við sex stigum yfir.“ Vítanýting Álftnesinga var afleit framan af leik og liðið skreið loksins yfir 50 prósent vítanýtingu um miðjan þriðja leikhluta. Kjartan segir að það séu litlu hlutirnir eins og þessir sem geti kostað lið í svona leikjum. „Á sama tíma fannst mér þeir aldrei klikka. Þeir enda 8/11 og við 15/22, en munurinn liggur líka í því að þeir bara tóku fleiri þrista en við. Þeir tóku 37 þrista á móti 11 og nýtingin var svipuð þannig að það eru bara stigin sem þeir fá úr þessum þristum sem að vega þungt og töpuðu boltarnir okkar.“ Sem nýliðar í deildinni hefðu margir haldið að Álftnesingar væru nokkuð sáttir með þrjá sigurleiki í fyrstu fimm umferðunum, en Kjartan segist þó frekar vera svekktur með þessa tvo tapleiki. „Við getum alveg verið sáttir, en við getum líka alveg verið ósáttir við báða þessa tapleiki sem voru tvö naum töp á móti tveimur góðum liðum. Það gefur okkur akkúrat ekki neitt þegar upp er staðið. Þannig við erum frekar fúlir með þessi tvö töp heldur en að vera eitthvað ánægir með þrjá sigra ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Álftanes mætir Hamarsmönnum í næstu umferð í uppgjöri nýliða deildarinnar og segist Kjartan vera virkilega spenntur fyrir því verkefni. „Við náttúrulega háðum harða baráttu við Hamarsmenn í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þekkjum liðið vel, þó að það séu vissulega eins og í okkar liði viðbætur. Okkur finnst gaman að spila við Hamar og ég held að Hamarsmönnum finnist gaman að spila við okkur. Við hlökkum til þess leiks sem verður á mánudaginn því það er búið að færa hann. Þannig það er bara stutt í næsta leik og nú er bara að koma sér til baka og fara að einbeita sér að honum,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes
Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð. Bæði lið voru nokkuð lengi í gang og skiptust á að hafa forystuna fyrstu mínútur leiksins. Um miðjan fyrsta leikhluta náðu Þórsarar góðu áhlaupi og náðu átta stiga forskoti í stöðunni 19-11 þegar Davíð Arnar Ágústsson setti niður góðan þrist. Heimamenn héldu forystunni út leikhlutann og leiddu með sjö stigum að honum loknum, staðan 24-17. Þórsarar byrjuðu svo af miklum krafti í öðrum leikhluta og náðu mest 12 stiga forystu í stöðunni 31-19. Gestirnir vöknuðu þá til lífsins á ný og söxuðu hægt og rólega á forskot heimamanna þar til Álftnesingar náðu loks forystunni í stöðunni 36-37 þegar enn voru tæplega þrjár og hálf mínúta eftir af fyrri hálfleik. Það voru þó Þórsarar sem reyndust sterkari á lokakafla fyrri hálfleiks og 13-3 kafli sá til þess að þeir leiddu með sjö stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 47-40. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama. Áfram ríkti jafnræði með liðunum, en það voru heimamenn í Þór sem höfðu áfram yfirhöndina. Þórsarar náðu ellefu stiga forskoti í stöðunni 57-46 þegar þriðja leikhluti var um það bil hálfnaður, en þeir náðu aldrei að hrista gestina almennilega af sér og staðan var 66-59 þegar komið var að lokaleikhlutanum. Álftnesingar náðu góðu áhlaupi í upphafi fjórða leikhluta. Þeir skoruðu fyrstu tíu stig leikhlutans og náðu þriggja stiga forystu í stöðunni 66-69. Mest náðu þeir sex stiga forskoti í stöðunni 70-76 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en þá náðu Þórsarar vopnum sínum á ný og skoruðu ellefu stig í röð. Heimamenn héldu út síðustu mínúturnar og unnu að lokum nauman fimm stiga sigur, 84-79. Af hverju vann Þór? Þórsarar leiddu stærstan hluta leiksins og voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Heimamenn skutu vel fyrir utan þriggja stiga línuna og varnarleikur þeirra gerði gestunum frá Álftanesi oft og tíðum erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple átti stórgóðan leik fyrir Þórsara og skoraði 25 stig fyrir liðið, þar af tvær flautukörfur og mikilvægt sniðskot til að koma heimamönnum í sex stiga forskot þegar tæpar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. Þá tók hann einnig 14 fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fjórum boltum. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að finna auðveldar leiðir að körfunni í gegnum vörn heimamanna. Að sama skapi gekk Þórsurum illa að slíta sig frá Álftnesingum og þar af leiðandi varð sigur þeirra ekki öruggari en raun bar vitni. Hvað gerist næst? Þórsarar fara til Grindavíkur næsta fimmtudag og mæta þar heimamönnum klukkan 19.15. Álftanes tekur hins vegar á móti Hamri strax á mánudaginn í næstu viku. Lárus: Þristurinn frá Dabba í horninu sem bjargaði okkur fyrir horn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst við vera með stjórnina á leiknum megnið af honum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Svo eru þeir liggur við búnir að snúa honum sér í hag í fjórða leikhluta, en ætli það hafi ekki bara verið þristurinn frá Dabba í horninu sem bjargaði okkur fyrir horn. Þá kom mómentið aftur með okkur og leikurinn jafnaðist.“ „Eftir það snérist þetta bara um hvort liðið myndi vera klárara að finna leiðir til að skora og mér fannst við verða aðeins rólegri á boltann og Darwin Davis gerði bara það sem hann á að gera. Bæði að skora og finna menn. Við vorum bara frekar klárir í lokin.“ Þrátt fyrir að hafa verið yfir nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins tóks Þórsurum aldrei að drepa leikinn almennilega og Lárus segir einfalda ástæðu fyrir því. „Við náum aldrei einhverjum svakalegum áhlaupum og ástæðan er bara að Álftanes er með mjög gott lið.“ „Svo fannst mér þeir ná yfirhöndinni þegar það var einhver æðibunugangur á okkur og við vorum ekki að leita að því sem við vorum búnir að ákveða að leita að fyrir leik og þá ná þeir að skora hratt í bakið á okkur. Mér fannst við vera með þá þegar við vorum að spila bara við þá á hálfum velli því þá er rosalega erfitt að skora á okkur. Einstaka sinnum erum við sjálfum okkur verstir þegar við förum að flýta okkur of mikið.“ Þá segist Lárus hins vegar vera virkilega ánægður með liðið að hafa náð að koma aftur til baka eftir að umræddur æðibunugangur kom á liðið. „Já ég er mjög ánægður með það. Það sýnir mikinn karakter. Það er mjög auðvelt þar sem þú ert búinn og leiða allan leikinn að lenda svo fimm stigum undir út af einhverjum æðibunugangi að halda bara áfram í því. En oft hjálpa manni svona stór skot eins og hjá Dabba í horninu. En svo spiluðum við bara mjög góða vörn í lokin og það var erfitt fyrir þá að skora. Til að þeir myndu ná að vinna þurftu þeir bara að hitta erfiðum skotum.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og Lárus segir það klárlega hjálpa sjálfstrausti leikmanna. „Mér fannst þetta vera besti leikurinn hjá okkur í vetur. Þetta er sterkasta liðið sem við erum búnir að spila við fyrir utan Valsara í fyrsta leik. Mér finnst við vera að nálgast eitthvað „identity“ og ég held að það sé meira varnarmeginn heldur en sóknarmegin og við erum farnir að þekkja betur inn á hvern annan og vita hvert við eigum að leita í sókninni þannig hún verði ekki tilviljunarkennd. Af því að ef hún er tilviljunarkennd þá geturðu fengið hraðar sóknir í bakið og við viljum það ekki. Við viljum geta sest með vörnina okkar og manað hin liðin í að reyna að skora á okkur,“ sagði Lárus að lokum. Kjartan Atli: Stigin sem þeir fá úr þessum þristum sem vega þungt Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness.Vísir/Hulda Margrét „Þetta leit bara nákvæmlega þannig út. Við vorum að elta, en mér fannst við gera þannig séð nóg til þess að verðskulda sigurinn þannig lagað þó svo að Þórsarar hafi leitt allan leikinn fyrir utan einhverjar sex mínútur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir tapið. „Við komum til baka og sýndum þann karakter. Vip vorum tólf stigum undir þegar verst var fyrir okkur, en komum til baka og komumst sex stigum yfir í miðjum fjórða leikhluta og það er ákveðið styrkleikamerki. En að sama skapi ákveðið veikleikamenrki að missa það aftur niður. Það er eitthvað sem við munum læra af.“ Þá segir hann það kosta mikla orku fyrir liðið að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn, þrátt fyrir að munurinn á liðunum hafi aldrei orðið mikill. „Það gerir það. Við vorum einmitt að ræða það inni í klefa. Þetta eru bara það góð lið og Þórsarar eru bara með frábært lið, mjög taktískir og vel drillaðir, vel þjálfaðir.“ „Þetta er það sama og gerðist á móti Stólunum að þegar lið komast tveggja stafa tölu yfir framan af leik þá verður það bara orkufrekt að koma til baka. En við gerðum það og þegar það eru bara einhverjar þrjár mínútur eftir þá erum við sex stigum yfir.“ Vítanýting Álftnesinga var afleit framan af leik og liðið skreið loksins yfir 50 prósent vítanýtingu um miðjan þriðja leikhluta. Kjartan segir að það séu litlu hlutirnir eins og þessir sem geti kostað lið í svona leikjum. „Á sama tíma fannst mér þeir aldrei klikka. Þeir enda 8/11 og við 15/22, en munurinn liggur líka í því að þeir bara tóku fleiri þrista en við. Þeir tóku 37 þrista á móti 11 og nýtingin var svipuð þannig að það eru bara stigin sem þeir fá úr þessum þristum sem að vega þungt og töpuðu boltarnir okkar.“ Sem nýliðar í deildinni hefðu margir haldið að Álftnesingar væru nokkuð sáttir með þrjá sigurleiki í fyrstu fimm umferðunum, en Kjartan segist þó frekar vera svekktur með þessa tvo tapleiki. „Við getum alveg verið sáttir, en við getum líka alveg verið ósáttir við báða þessa tapleiki sem voru tvö naum töp á móti tveimur góðum liðum. Það gefur okkur akkúrat ekki neitt þegar upp er staðið. Þannig við erum frekar fúlir með þessi tvö töp heldur en að vera eitthvað ánægir með þrjá sigra ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Álftanes mætir Hamarsmönnum í næstu umferð í uppgjöri nýliða deildarinnar og segist Kjartan vera virkilega spenntur fyrir því verkefni. „Við náttúrulega háðum harða baráttu við Hamarsmenn í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þekkjum liðið vel, þó að það séu vissulega eins og í okkar liði viðbætur. Okkur finnst gaman að spila við Hamar og ég held að Hamarsmönnum finnist gaman að spila við okkur. Við hlökkum til þess leiks sem verður á mánudaginn því það er búið að færa hann. Þannig það er bara stutt í næsta leik og nú er bara að koma sér til baka og fara að einbeita sér að honum,“ sagði Kjartan að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti