Einstakt peningasafn Freys á uppboð í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 07:56 Uppboðið hefst klukkan 16 þann 7. nóvember. Brrun Rasmussen Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby. Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher
Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira