Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 13:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00