„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2023 11:53 Í kvöld fer fram samverustund í Ástjarnarkirkju. Vísir/Vilhelm Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli. Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli.
Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13