„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2023 11:53 Í kvöld fer fram samverustund í Ástjarnarkirkju. Vísir/Vilhelm Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli. Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli.
Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13