Gylfi skoraði tvö er Lyngby komst í átta liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 19:47 Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að skora fyrir Lyngby. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Lyngby er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með útisigri gegn Helsingør í vítaspyrnukeppni kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2-2. Það voru heimamenn í Helsingør sem komust í forystu með marki á 29. mínútu, en Gylfi jafnaði metin fyrir Lyngby tveimur mínútum síðar með marki úr víti. Var þetta í fyrsta sinn sem Gylfi skorar fyrir félagslið síðan hann skoraði fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í apríl árið 2021. Gylfi bætti svo öðru marki gestanna við á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs HelsingørThe most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023 Heimamenn jöfnuðu þó metin á 86. mínútu og því þurfti að fara í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það gestirnir í Lyngby sem reyndust hafa sterkari taugar og skoruðu þeir úr öllum fimm spyrnum sínum, en heimamenn klikkuðu á sinni fjórðu spyrnu og Íslendingaliðið er því á leið í átta liða úrslit. Sævar Magnússon tók fyrstu spyrnu Lyngby og Kolbeinn Finsson þá fjórðu. Ásamt Gylfa voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnson í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum. Sævar kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Gylfa og kláraði leikinn Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það voru heimamenn í Helsingør sem komust í forystu með marki á 29. mínútu, en Gylfi jafnaði metin fyrir Lyngby tveimur mínútum síðar með marki úr víti. Var þetta í fyrsta sinn sem Gylfi skorar fyrir félagslið síðan hann skoraði fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í apríl árið 2021. Gylfi bætti svo öðru marki gestanna við á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs HelsingørThe most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023 Heimamenn jöfnuðu þó metin á 86. mínútu og því þurfti að fara í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það gestirnir í Lyngby sem reyndust hafa sterkari taugar og skoruðu þeir úr öllum fimm spyrnum sínum, en heimamenn klikkuðu á sinni fjórðu spyrnu og Íslendingaliðið er því á leið í átta liða úrslit. Sævar Magnússon tók fyrstu spyrnu Lyngby og Kolbeinn Finsson þá fjórðu. Ásamt Gylfa voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnson í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum. Sævar kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Gylfa og kláraði leikinn
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira