Hátíðin er haldin í miðjum landsleikjaglugga kvenna þar sem margir af bestu leikmönnum heims eru uppteknar með landsliðum sínum.
Á hátíðinni er verið að verðlauna besta knattspyrnufólk síðasta árs sem fá að launum Gullhnöttinn eftirsótta.
Konurnar fengu sinn fyrsta Ballon d'Or fyrir aðeins fimm árum síðan en karlarnir hafa fengið hann frá árinu 1956.
Enska landsliðskonan Georgia Stanway og sænska landsliðskonan Kosovare Asllani eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt tímasetninguna.
„Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Kosovare Asllani á blaðamannafundi fyrir leik sænska landsliðsins í Þjóðadeildinni.
„Mér finnst að hátíð sem þessi eigi að vera haldin á degi sem hentar báðum kynjum. Þetta á að vera sanngjarnt. Fótboltaheimurinn er bara ekki alveg kominn þangað enn. Það er synd því þér er sýndur mikill heiður með því að fá þessi verðlaun,“ sagði Asllani.
„Það er því synd að þarna sér tekinn frá konu einn af stærstu dögum hennar á fótboltaferlinum,“ sagði Asllani.