Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 12:44 Bjarni segir að forstætisráðuneytið hafi haft allar þær upplýsingar um afstöðu Íslands áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. vísir/vilhelm Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46