Fimm ráðin til Maven Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 09:43 Nýju starfsmennirnir fimm - Darri Rafn Hólmarsson, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Ragnar Stefánsson, Erna Guðrún Stefánsdóttir og Einar Þór Gunnlaugsson. Aðsend Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar. Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira