Að þora að vera byrjandi Ingrid Kuhlman skrifar 31. október 2023 07:00 Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun