Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Þóra Leósdóttir skrifar 30. október 2023 07:30 Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun