Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2023 23:17 Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki en eftir samráðsgáttina var hámarksfjárhæðin hækkuð í fimm. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25