Katrín ekki höfð með í ráðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 21:12 Ekki var haft samráð við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Ísland greiddi atkvæði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið. Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Hún segist skilja að fólk setji spurningarmerki við atkvæðagreiðsluna enda blasi við að neyðin sé mikil. Þegar hún er spurð að því hvort afgreiðsla Íslands komi á óvart svarar Katrín: „Kannski var ég bara að vona að það hefði náðst saman. Og auðvitað er það gríðarlega vont að það náist ekki saman, eða breiðari samstaða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á nálgun á þessi mál.“ Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu í gær að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Forsætisráðherra segir að haft hafi verið samband við utanríkisráðherra í tengslum við yfirlýsinguna en hún segist ekki getað svarað hver afstaða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sé í málinu. Hún segir almenna samstöðu ríkja innan ríkisstjórnarinnar. „Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu og míns þingflokks í þessu máli við mína félaga í ríkisstjórninni. Eins og ég hef farið yfir þá er þetta ekkert einföld staða. Ég held að það sé ríkur skilningur, af því að um grundvallaratriðin erum við sammála. Og það er okkar stefna Íslendinga. Við höfum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, við tölum alltaf um tveggja ríkja lausn og þessi afstaða hefur komið skýrt fram,“ segir Katrín við RÚV að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Vinstri græn Utanríkismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið. Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Hún segist skilja að fólk setji spurningarmerki við atkvæðagreiðsluna enda blasi við að neyðin sé mikil. Þegar hún er spurð að því hvort afgreiðsla Íslands komi á óvart svarar Katrín: „Kannski var ég bara að vona að það hefði náðst saman. Og auðvitað er það gríðarlega vont að það náist ekki saman, eða breiðari samstaða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á nálgun á þessi mál.“ Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu í gær að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Forsætisráðherra segir að haft hafi verið samband við utanríkisráðherra í tengslum við yfirlýsinguna en hún segist ekki getað svarað hver afstaða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sé í málinu. Hún segir almenna samstöðu ríkja innan ríkisstjórnarinnar. „Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu og míns þingflokks í þessu máli við mína félaga í ríkisstjórninni. Eins og ég hef farið yfir þá er þetta ekkert einföld staða. Ég held að það sé ríkur skilningur, af því að um grundvallaratriðin erum við sammála. Og það er okkar stefna Íslendinga. Við höfum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, við tölum alltaf um tveggja ríkja lausn og þessi afstaða hefur komið skýrt fram,“ segir Katrín við RÚV að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Vinstri græn Utanríkismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01