Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. október 2023 15:41 Fjöldi einkennisklæddra lögreglumanna tók þátt í aðgerðum á skemmtistaðnum B á dögunum. Sverrir Einar/Vísir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. Skemmtistaðnum B á Bankastræti var tímabundið lokað í fyrradag en lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir og ungmenni undir aldri. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars, segir augljóst að í þessu tilfelli hafi lögregla farið í persónugreinanlegt álit og mismunað eftir því hver eigi í hlut. „Það eru einhverjir nýir vendir sem sópa með allt öðrum hætti en tíðkast hefur. Þeir vaða inn á þennan stað, einkennisklæddir í stórum hópum, á meðan venjan hefur verið að áfengiseftirlitsmenn séu í borgaralegum klæðum og láta ekki mikið fyrir sér fara,“ segir Sveinn. Hann telur lögreglu hafa farið algjöru offari í málinu. „Og ekki bara það, heldur hafa þeir líka neitað að veita nokkrar leiðbeiningar eða ráðgjöf sem lítur að þessum títt fölsuðu skilríkjum sem gestir staðarins hafa getað notast við til að komast inn. Það er erfiðara fyrir venjulega dyraverði að greina þessi fölsuðu skilríki en lögreglumenn sem vinna við þetta.“ Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Þá segir Sveinn að það sé hans mat að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga þegar ákveðið var að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. „Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir í þessum lögum að menn fái tækifæri til úrbóta. Það var mjög sérstakt að í fyrstu tilkynningu sýslumanns var vísað í þetta ákvæði en á röngum forsendum, það var notað til að rökstyðja lokunina. Umbjóðenda mínum var vissulega gefinn kostur á að grípa til andsvara en ekki á því að bæta úr.“ Sveinn Andri er hugsi því sem hann segir að virðist vera ný stefna hjá embættismönnum að sýna vald og kraft í kerfi. Vísir/Vilhelm Eðlilegra hefði verið að fá áminningu áður en til sviptingu rekstrarleyfis kom. „En í staðinn er valdníðslu beitt og staðnum lokað. Og það lengur en almennt hefur tíðkast þegar sambærileg atvik hafa komið upp á öðrum stöðum.“ Sveinn segir blasa við að umbjóðandi hans muni verða fyrir miklu tjóni. Farið verði fram á bætur vegna afkomumissis sem greiddar verði úr ríkissjóði. Þarna eru að mínu mati óhæfir embættismenn að valda skattgreiðendum fjárútlátum. „Virðist vera ný stefna að sýna vald og kraft í verki“ Aðspurður um þær heimildir sem lögregla hafi til að grípa til aðgerða líkt og þær sem þær sem ráðist var í, segir Sveinn Andri að að sjálfsögðu sé gert ráð fyrir að eftirlit sé haft með rekstraraðilum vínveitingastaða. „En eftirlitið verður að vera hófstillt. Það blasir við að gestir veitingastaðra vilja ekki fá tíu eða tuttugu einkennisklædda lögreglumenn inn á staðinn til að spyrja fólk um skilríki. Það er hægt að framkvæma þetta eftirlit með hóflegri hætti, bæði með tilliti til rekstraraðila og gesta.“ En þarna var valdníðslu beitt, það virðist vera einhver ný stefna að sýna vald og kraft í verki. Segir lögreglu hafa fundið tvö ungmenni undir aldri Í færslu á Facebook í gær segir Sverrir Einar, að það sé „magnað að það þurfi 15 manna sveit lögreglumanna til að sannfæra sig um að þeir þurfi enga heimild til að storma í fullum skrúða inn á veitingastað til að athuga með aldur ungmenna.“ Niðurstaðan af þeirri aðgerð hafi verið sú að lögregla hafi fundið tvö sautján ára ungmenni. „Næst þegar fulltrúi lögreglunnar birtist með tárin í augunum í fjölmiðlum og kvartar undan manneklu eða íþyngjandi reglum um störf lögreglunnar þá er gott að hafa þessa mynd í huga,“ skrifar Sverrir. Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skemmtistaðnum B á Bankastræti var tímabundið lokað í fyrradag en lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir og ungmenni undir aldri. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars, segir augljóst að í þessu tilfelli hafi lögregla farið í persónugreinanlegt álit og mismunað eftir því hver eigi í hlut. „Það eru einhverjir nýir vendir sem sópa með allt öðrum hætti en tíðkast hefur. Þeir vaða inn á þennan stað, einkennisklæddir í stórum hópum, á meðan venjan hefur verið að áfengiseftirlitsmenn séu í borgaralegum klæðum og láta ekki mikið fyrir sér fara,“ segir Sveinn. Hann telur lögreglu hafa farið algjöru offari í málinu. „Og ekki bara það, heldur hafa þeir líka neitað að veita nokkrar leiðbeiningar eða ráðgjöf sem lítur að þessum títt fölsuðu skilríkjum sem gestir staðarins hafa getað notast við til að komast inn. Það er erfiðara fyrir venjulega dyraverði að greina þessi fölsuðu skilríki en lögreglumenn sem vinna við þetta.“ Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Þá segir Sveinn að það sé hans mat að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga þegar ákveðið var að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. „Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir í þessum lögum að menn fái tækifæri til úrbóta. Það var mjög sérstakt að í fyrstu tilkynningu sýslumanns var vísað í þetta ákvæði en á röngum forsendum, það var notað til að rökstyðja lokunina. Umbjóðenda mínum var vissulega gefinn kostur á að grípa til andsvara en ekki á því að bæta úr.“ Sveinn Andri er hugsi því sem hann segir að virðist vera ný stefna hjá embættismönnum að sýna vald og kraft í kerfi. Vísir/Vilhelm Eðlilegra hefði verið að fá áminningu áður en til sviptingu rekstrarleyfis kom. „En í staðinn er valdníðslu beitt og staðnum lokað. Og það lengur en almennt hefur tíðkast þegar sambærileg atvik hafa komið upp á öðrum stöðum.“ Sveinn segir blasa við að umbjóðandi hans muni verða fyrir miklu tjóni. Farið verði fram á bætur vegna afkomumissis sem greiddar verði úr ríkissjóði. Þarna eru að mínu mati óhæfir embættismenn að valda skattgreiðendum fjárútlátum. „Virðist vera ný stefna að sýna vald og kraft í verki“ Aðspurður um þær heimildir sem lögregla hafi til að grípa til aðgerða líkt og þær sem þær sem ráðist var í, segir Sveinn Andri að að sjálfsögðu sé gert ráð fyrir að eftirlit sé haft með rekstraraðilum vínveitingastaða. „En eftirlitið verður að vera hófstillt. Það blasir við að gestir veitingastaðra vilja ekki fá tíu eða tuttugu einkennisklædda lögreglumenn inn á staðinn til að spyrja fólk um skilríki. Það er hægt að framkvæma þetta eftirlit með hóflegri hætti, bæði með tilliti til rekstraraðila og gesta.“ En þarna var valdníðslu beitt, það virðist vera einhver ný stefna að sýna vald og kraft í verki. Segir lögreglu hafa fundið tvö ungmenni undir aldri Í færslu á Facebook í gær segir Sverrir Einar, að það sé „magnað að það þurfi 15 manna sveit lögreglumanna til að sannfæra sig um að þeir þurfi enga heimild til að storma í fullum skrúða inn á veitingastað til að athuga með aldur ungmenna.“ Niðurstaðan af þeirri aðgerð hafi verið sú að lögregla hafi fundið tvö sautján ára ungmenni. „Næst þegar fulltrúi lögreglunnar birtist með tárin í augunum í fjölmiðlum og kvartar undan manneklu eða íþyngjandi reglum um störf lögreglunnar þá er gott að hafa þessa mynd í huga,“ skrifar Sverrir.
Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37