Stjörnurnar minnast Matthew Perry Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 11:47 Matthew Perry var 54 ára gamall. AP/Rich Fury Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. Friends eru einhverjir vinsælustu þættir sögunnar. Perry fannst meðvitundarlaus í heitum potti sínum í gær en samkvæmt heimildum LA Times er ekki talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og fundust engin fíkniefni á vettvangi. Perry hafði í gegnum árin glímt við fíkn. Sjá einnig: Matthew Perry látinn Síðasta myndin sem Perry birt af sér á samfélagsmiðlum var af sér í heitum potti. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Fjölmargir sem þekktu Perry og unnu með honum í gegnum árin hafa birt samúðarkveðjur og og minningarorð á samfélagsmiðlum í morgun. Hinir „Vinirnir“ sem léku í þáttunum vinsælu hafa ekki tjáð sig um dauða Perry enn. Perry var minnst á formlegri Instagramsíðu Friends þáttanna og Warner Bros. framleiðenda þáttanna. View this post on Instagram A post shared by Friends (@friends) Hans var einnig minnst á formlegri síðu NBC á X. We are incredibly saddened by the too soon passing of Matthew Perry. He brought so much joy to hundreds of millions of people around the world with his pitch perfect comedic timing and wry wit. His legacy will live on through countless generations. pic.twitter.com/VcAlZ26Nso— NBC Entertainment (@nbc) October 29, 2023 Hokkíliðið Ottawa Senators, sem Perry hélt uppá, minntist hans einnig. Saddened to learn about the passing of Matthew Perry, one of Ottawa s proudest sons and biggest hockey fan pic.twitter.com/DLmGNx3xdZ— Ottawa Senators (@Senators) October 29, 2023 Meðal þeirra sem hafa einnig minnst Perry er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þeir voru saman í grunnskóla og Trudeaus segist aldrei muna gleyma leikjum þeirra á skólalóðinni. „Og ég veit að fólk um heiminn allan mun aldrei gleyma gleðinni sem hann færði þeim. Takk fyrir allan hláturinn, Matthew. Þú varst elskaður og þín verður saknað,“ skrifaði Trudeau á X. Matthew Perry s passing is shocking and saddening. I ll never forget the schoolyard games we used to play, and I know people around the world are never going to forget the joy he brought them. Thanks for all the laughs, Matthew. You were loved and you will be missed.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 29, 2023 Maggie Wheeler, sem lék Janice, kærustu Chandlers, birti mynd af þeim úr þáttunum og sagðist þakklát fyrir að hafa kynnst honum. View this post on Instagram A post shared by MaggieWheeler_official (@maggiewheeler_official) Morgan Fairchild, sem lék móður Chandler Bing í Friends, hefur einnig minnst Perry á samfélagsmiðlum. Hún segist í áfalli og að hjarta hennar sé brostið. I m heartbroken about the untimely death of my son , Matthew Perry. The loss of such a brilliant young actor is a shock. I m sending love & condolences to his friends & family, especially his dad, John Bennett Perry, who I worked with on Flamingo Road & Falcon Crest. #RIPMatthew pic.twitter.com/QWMsBVJEAr— Morgan Fairchild (@morgfair) October 29, 2023 Shannon Doherty þekkti Perry lengi og skrifaði langa færslu í nótt þar sem meðal annars kom fram að þau hefðu alist upp saman. Leikkonan Selma Blair birti mynd af sér með Perry og sagði hann hafa verið elsta strákavin sinn. Þau hefðu elskað hvort annað og hún sé miður sín. View this post on Instagram A post shared by Selma Blair (@selmablair) Leikkonan Laura Benanti, sem lék með Perry í skammlífum grínþáttum sem kölluðust Go On minntist hans einnig. Hún sagði Perry hafa verið gjafmildan, magnaðan og einstaklega hæfileikaríkan. View this post on Instagram A post shared by Laura Benanti (@laurabenanti) Meredith Salenger, sem kynntist Perry þegar þau voru sextán ára gömul segist miður sín. Þau léku saman í A Night in the Life of Jimmy Reardon frá 1988. Oh no no no no no! Matty! Oh man. My heart breaks. Matty... Matthew and I have known each other since were were 16 years old. Oh man. No words. Rest in peace sweet @MatthewPerry. pic.twitter.com/yDvKcyorR8— Meredith Salenger (@MeredthSalenger) October 29, 2023 Michael Rapaport, sem brá reglulega fyrir í Friends, minntist Perry með því að segja hann ávallt hafa verið svalan, rólegan og hæfileikaríkan. Hann sagði að Perry myndi að eilífu vera hluti af menningu Bandaríkjanna. Rest In Peace @MatthewPerryAlways so nice, cool, chill & talentedYou are a part of American Culture and will live on forever— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) October 29, 2023 Rumor Willis, dóttir Bruce Willis, sem lék með þeim báðum í kvikmyndunum Whole Nine Yards og Whole Ten Yards skrifaði í Story á Instagram að hún væri miður sín. Perry hefði verið mjög indæll við hana og systur hennar við gerð kvikmyndanna. Alyssa Milano birti myndband og myndir af sér með Perry og sagði hann alltaf hafa verið fyndnasta manninn í herberginu og þann ljúfasta. View this post on Instagram A post shared by Alyssa Milano (@milano_alyssa) Söngkonan Adele stöðvaði sýningu sína í Las Vegas í nótt til að tala um Perry, þó hún þekkti hann ekki neitt. Adele paused her Las Vegas show to pay tribute to Matthew Perry, who was found dead Saturday in L.A. I ll remember that character for the rest of my life, she said of his role as Chandler Bing. He s probably the best comedic character of all time. https://t.co/SWupBzn9MB pic.twitter.com/vvSurghocd— Los Angeles Times (@latimes) October 29, 2023 Paget Brewster var í fjórðu þáttaröð Friends. Hún lék kærustu Joey en Chandler varð einnig skotinn í henni. Hún segir Perry hafa verið indælan við tökur og í hvert sinn sem þau hittust eftir það. Hún hvetur fólk til að lesa bókina hans, þar sem hann skrifaði um baráttu sína við fíknina og annað. Brewster segir að Perry muni ekki hvíla í friði. Hann sé þegar of upptekinn að „láta alla hlæja þarna uppi“. I m so very sad to hear about @MatthewPerry. He was lovely to me on Friends and every time I saw him in the decades after. Please read his book. It was his legacy to help. He won t rest in peace though.. He s already too busy making everyone laugh up there.— paget brewster (@pagetpaget) October 29, 2023 Aisha Tyler segir Perry hafa verið einstaklega ljúfan og gjafmildan og að hún hafi lært hvernig segja á brandara með því að horfa á hann leika. Þá segist hún aldrei muna gleyma því þegar hún var að fara að taka upp sitt fyrsta atriði í Friends, þar sem hún lék kærustu Ross um tíma, þegar Perry sagði við hana: „Búðu þig undir að líf þitt muni breytast.“ View this post on Instagram A post shared by Aisha Tyler (@aishatyler) Birta Björnsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, minntist Perry í morgun með mynd úr Friends. pic.twitter.com/02yHDfEL3Q— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) October 29, 2023 Hollywood Bandaríkin Friends Andlát Matthew Perry Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Friends eru einhverjir vinsælustu þættir sögunnar. Perry fannst meðvitundarlaus í heitum potti sínum í gær en samkvæmt heimildum LA Times er ekki talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og fundust engin fíkniefni á vettvangi. Perry hafði í gegnum árin glímt við fíkn. Sjá einnig: Matthew Perry látinn Síðasta myndin sem Perry birt af sér á samfélagsmiðlum var af sér í heitum potti. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Fjölmargir sem þekktu Perry og unnu með honum í gegnum árin hafa birt samúðarkveðjur og og minningarorð á samfélagsmiðlum í morgun. Hinir „Vinirnir“ sem léku í þáttunum vinsælu hafa ekki tjáð sig um dauða Perry enn. Perry var minnst á formlegri Instagramsíðu Friends þáttanna og Warner Bros. framleiðenda þáttanna. View this post on Instagram A post shared by Friends (@friends) Hans var einnig minnst á formlegri síðu NBC á X. We are incredibly saddened by the too soon passing of Matthew Perry. He brought so much joy to hundreds of millions of people around the world with his pitch perfect comedic timing and wry wit. His legacy will live on through countless generations. pic.twitter.com/VcAlZ26Nso— NBC Entertainment (@nbc) October 29, 2023 Hokkíliðið Ottawa Senators, sem Perry hélt uppá, minntist hans einnig. Saddened to learn about the passing of Matthew Perry, one of Ottawa s proudest sons and biggest hockey fan pic.twitter.com/DLmGNx3xdZ— Ottawa Senators (@Senators) October 29, 2023 Meðal þeirra sem hafa einnig minnst Perry er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þeir voru saman í grunnskóla og Trudeaus segist aldrei muna gleyma leikjum þeirra á skólalóðinni. „Og ég veit að fólk um heiminn allan mun aldrei gleyma gleðinni sem hann færði þeim. Takk fyrir allan hláturinn, Matthew. Þú varst elskaður og þín verður saknað,“ skrifaði Trudeau á X. Matthew Perry s passing is shocking and saddening. I ll never forget the schoolyard games we used to play, and I know people around the world are never going to forget the joy he brought them. Thanks for all the laughs, Matthew. You were loved and you will be missed.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 29, 2023 Maggie Wheeler, sem lék Janice, kærustu Chandlers, birti mynd af þeim úr þáttunum og sagðist þakklát fyrir að hafa kynnst honum. View this post on Instagram A post shared by MaggieWheeler_official (@maggiewheeler_official) Morgan Fairchild, sem lék móður Chandler Bing í Friends, hefur einnig minnst Perry á samfélagsmiðlum. Hún segist í áfalli og að hjarta hennar sé brostið. I m heartbroken about the untimely death of my son , Matthew Perry. The loss of such a brilliant young actor is a shock. I m sending love & condolences to his friends & family, especially his dad, John Bennett Perry, who I worked with on Flamingo Road & Falcon Crest. #RIPMatthew pic.twitter.com/QWMsBVJEAr— Morgan Fairchild (@morgfair) October 29, 2023 Shannon Doherty þekkti Perry lengi og skrifaði langa færslu í nótt þar sem meðal annars kom fram að þau hefðu alist upp saman. Leikkonan Selma Blair birti mynd af sér með Perry og sagði hann hafa verið elsta strákavin sinn. Þau hefðu elskað hvort annað og hún sé miður sín. View this post on Instagram A post shared by Selma Blair (@selmablair) Leikkonan Laura Benanti, sem lék með Perry í skammlífum grínþáttum sem kölluðust Go On minntist hans einnig. Hún sagði Perry hafa verið gjafmildan, magnaðan og einstaklega hæfileikaríkan. View this post on Instagram A post shared by Laura Benanti (@laurabenanti) Meredith Salenger, sem kynntist Perry þegar þau voru sextán ára gömul segist miður sín. Þau léku saman í A Night in the Life of Jimmy Reardon frá 1988. Oh no no no no no! Matty! Oh man. My heart breaks. Matty... Matthew and I have known each other since were were 16 years old. Oh man. No words. Rest in peace sweet @MatthewPerry. pic.twitter.com/yDvKcyorR8— Meredith Salenger (@MeredthSalenger) October 29, 2023 Michael Rapaport, sem brá reglulega fyrir í Friends, minntist Perry með því að segja hann ávallt hafa verið svalan, rólegan og hæfileikaríkan. Hann sagði að Perry myndi að eilífu vera hluti af menningu Bandaríkjanna. Rest In Peace @MatthewPerryAlways so nice, cool, chill & talentedYou are a part of American Culture and will live on forever— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) October 29, 2023 Rumor Willis, dóttir Bruce Willis, sem lék með þeim báðum í kvikmyndunum Whole Nine Yards og Whole Ten Yards skrifaði í Story á Instagram að hún væri miður sín. Perry hefði verið mjög indæll við hana og systur hennar við gerð kvikmyndanna. Alyssa Milano birti myndband og myndir af sér með Perry og sagði hann alltaf hafa verið fyndnasta manninn í herberginu og þann ljúfasta. View this post on Instagram A post shared by Alyssa Milano (@milano_alyssa) Söngkonan Adele stöðvaði sýningu sína í Las Vegas í nótt til að tala um Perry, þó hún þekkti hann ekki neitt. Adele paused her Las Vegas show to pay tribute to Matthew Perry, who was found dead Saturday in L.A. I ll remember that character for the rest of my life, she said of his role as Chandler Bing. He s probably the best comedic character of all time. https://t.co/SWupBzn9MB pic.twitter.com/vvSurghocd— Los Angeles Times (@latimes) October 29, 2023 Paget Brewster var í fjórðu þáttaröð Friends. Hún lék kærustu Joey en Chandler varð einnig skotinn í henni. Hún segir Perry hafa verið indælan við tökur og í hvert sinn sem þau hittust eftir það. Hún hvetur fólk til að lesa bókina hans, þar sem hann skrifaði um baráttu sína við fíknina og annað. Brewster segir að Perry muni ekki hvíla í friði. Hann sé þegar of upptekinn að „láta alla hlæja þarna uppi“. I m so very sad to hear about @MatthewPerry. He was lovely to me on Friends and every time I saw him in the decades after. Please read his book. It was his legacy to help. He won t rest in peace though.. He s already too busy making everyone laugh up there.— paget brewster (@pagetpaget) October 29, 2023 Aisha Tyler segir Perry hafa verið einstaklega ljúfan og gjafmildan og að hún hafi lært hvernig segja á brandara með því að horfa á hann leika. Þá segist hún aldrei muna gleyma því þegar hún var að fara að taka upp sitt fyrsta atriði í Friends, þar sem hún lék kærustu Ross um tíma, þegar Perry sagði við hana: „Búðu þig undir að líf þitt muni breytast.“ View this post on Instagram A post shared by Aisha Tyler (@aishatyler) Birta Björnsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, minntist Perry í morgun með mynd úr Friends. pic.twitter.com/02yHDfEL3Q— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) October 29, 2023
Hollywood Bandaríkin Friends Andlát Matthew Perry Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira