Lögreglunni barst í nótt tilkynning um þrjár konur sem slógust í miðbænum og var einn handtekinn fyrir að hrækja í andlit lögregluþjóns.
Þá barst tilkynning um fólk sem var að kasta grjóti í rúður og brjóta hurðir í Hlíðahverfi og um ungmenni sem voru að fremja skemmdarverk í Kópavogi.
Alls voru níu ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og er einn grunaður um að hafa framvísað fölsuðu ökuskírteini. Sá vær kærður fyrri skjalafals og akstur án réttinda.