Matthew Perry látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2023 00:32 Perry var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler í sjónvarpsþáttunum Friends. Getty/Frederick M. Brown Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist