Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. október 2023 14:31 Frá biskupsvígslu í San Sebastian á Norður-Spáni í desember 2022. Biskuparáðið á Spáni kemur saman á mánudag til að ræða skýrslu Umboðsmanns almennings sem kynnt var í gær, en þar er líkum leitt að því að kirkjunnar menn hafi frá því árið 1930 brotið kynferðislega á rúmlega 440.000 börnum. Getty Images Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira