Sigursteinn Arndal: Hann var stórkostlegur sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 27. október 2023 20:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego FH vann átta marka sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum, ÍBV, í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 35-27. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti Olís-deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira