„Þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 21:17 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við háværari gagnrýnisraddir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar. Raddirnar hafi orðið háværari í kórónuveirufaraldrinum. Hún telur óþarfa að óttast, langflestir séu bólusettir. Aukaverkanir hafi verið sjaldgæfar og flestar vægar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna slyssins og skoðar leiðir til úrbóta Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna slyssins og skoðar leiðir til úrbóta Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent