Þekkir ÞÚ einkenni slags? Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2023 11:01 Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun