Finnst United spila nákvæmlega eins hjá Ten Hag og hjá Solskjær og Mourinho Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 14:00 Erik ten Hag tók við Manchester United fyrir síðasta tímabil. getty/Richard Sellers Þrátt fyrir að Erik ten Hag hafi bara tekið við Manchester United fyrir einu og hálfu ár finnst Jamie Carragher eins og liðið virðist vera á endastöð. Hann sér ekki mikla breytingu á frammistöðu United undir stjórn Ten Hags og forvera hans í starfi. United vann FC Kaupmannahöfn, 1-0, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og hefur unnið þrjá leiki í röð. Sigrarnir hafa þó verið naumir og frammistaða United ekki sannfærandi. Gömlu Liverpool-hetjunni Carragher finnst ekki mikið til United-liðsins undir stjórn Ten Hags koma. „Þegar Ten Hag var ráðinn átti ég von á því að United yrði betrumbætt útgáfa af Ajax. Hann náði mörgum frábærum úrslitum hjá gamla liðinu sínu, sérstaklega í Meistaradeildinni, svo það hefði verið augljóst hvað hann hefði átt að gera með meira fjármagn og betri leikmenn,“ sagði Carragher. „Hugmyndin hlýtur að hafa verið að innleiða hollenska leikstílinn, hver var annars ástæðan fyrir því að sækja hann? Stjórn United virtist vera með það í huga að það minnsta sem stuðningsmennirnir fara fram á er að liðið sé sókndjarft og spennandi.“ Carragher finnst hann ekki sjá neina breytingu á spilamennsku United undir stjórn Ten Hags og Ole Gunnars Solskjær og Josés Mourinho. „Enginn fór fram á að Ten Hag myndi búa til meistaralið á einu eða tveimur árum en það var ekki ósanngjarnt að búast við því að uppleggið yrði augljóslega annað en hjá Solskjær og Mourinho. En það er ekki þannig sem það helsta sem er gagnrýnivert. Leikáætlunin er nánast sú sama,“ sagði Carragher. United mætir Manchester City á Old Trafford í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 8. sæti deildarinnar en City í 2. sætinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
United vann FC Kaupmannahöfn, 1-0, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og hefur unnið þrjá leiki í röð. Sigrarnir hafa þó verið naumir og frammistaða United ekki sannfærandi. Gömlu Liverpool-hetjunni Carragher finnst ekki mikið til United-liðsins undir stjórn Ten Hags koma. „Þegar Ten Hag var ráðinn átti ég von á því að United yrði betrumbætt útgáfa af Ajax. Hann náði mörgum frábærum úrslitum hjá gamla liðinu sínu, sérstaklega í Meistaradeildinni, svo það hefði verið augljóst hvað hann hefði átt að gera með meira fjármagn og betri leikmenn,“ sagði Carragher. „Hugmyndin hlýtur að hafa verið að innleiða hollenska leikstílinn, hver var annars ástæðan fyrir því að sækja hann? Stjórn United virtist vera með það í huga að það minnsta sem stuðningsmennirnir fara fram á er að liðið sé sókndjarft og spennandi.“ Carragher finnst hann ekki sjá neina breytingu á spilamennsku United undir stjórn Ten Hags og Ole Gunnars Solskjær og Josés Mourinho. „Enginn fór fram á að Ten Hag myndi búa til meistaralið á einu eða tveimur árum en það var ekki ósanngjarnt að búast við því að uppleggið yrði augljóslega annað en hjá Solskjær og Mourinho. En það er ekki þannig sem það helsta sem er gagnrýnivert. Leikáætlunin er nánast sú sama,“ sagði Carragher. United mætir Manchester City á Old Trafford í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 8. sæti deildarinnar en City í 2. sætinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31