Finnst United spila nákvæmlega eins hjá Ten Hag og hjá Solskjær og Mourinho Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 14:00 Erik ten Hag tók við Manchester United fyrir síðasta tímabil. getty/Richard Sellers Þrátt fyrir að Erik ten Hag hafi bara tekið við Manchester United fyrir einu og hálfu ár finnst Jamie Carragher eins og liðið virðist vera á endastöð. Hann sér ekki mikla breytingu á frammistöðu United undir stjórn Ten Hags og forvera hans í starfi. United vann FC Kaupmannahöfn, 1-0, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og hefur unnið þrjá leiki í röð. Sigrarnir hafa þó verið naumir og frammistaða United ekki sannfærandi. Gömlu Liverpool-hetjunni Carragher finnst ekki mikið til United-liðsins undir stjórn Ten Hags koma. „Þegar Ten Hag var ráðinn átti ég von á því að United yrði betrumbætt útgáfa af Ajax. Hann náði mörgum frábærum úrslitum hjá gamla liðinu sínu, sérstaklega í Meistaradeildinni, svo það hefði verið augljóst hvað hann hefði átt að gera með meira fjármagn og betri leikmenn,“ sagði Carragher. „Hugmyndin hlýtur að hafa verið að innleiða hollenska leikstílinn, hver var annars ástæðan fyrir því að sækja hann? Stjórn United virtist vera með það í huga að það minnsta sem stuðningsmennirnir fara fram á er að liðið sé sókndjarft og spennandi.“ Carragher finnst hann ekki sjá neina breytingu á spilamennsku United undir stjórn Ten Hags og Ole Gunnars Solskjær og Josés Mourinho. „Enginn fór fram á að Ten Hag myndi búa til meistaralið á einu eða tveimur árum en það var ekki ósanngjarnt að búast við því að uppleggið yrði augljóslega annað en hjá Solskjær og Mourinho. En það er ekki þannig sem það helsta sem er gagnrýnivert. Leikáætlunin er nánast sú sama,“ sagði Carragher. United mætir Manchester City á Old Trafford í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 8. sæti deildarinnar en City í 2. sætinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
United vann FC Kaupmannahöfn, 1-0, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og hefur unnið þrjá leiki í röð. Sigrarnir hafa þó verið naumir og frammistaða United ekki sannfærandi. Gömlu Liverpool-hetjunni Carragher finnst ekki mikið til United-liðsins undir stjórn Ten Hags koma. „Þegar Ten Hag var ráðinn átti ég von á því að United yrði betrumbætt útgáfa af Ajax. Hann náði mörgum frábærum úrslitum hjá gamla liðinu sínu, sérstaklega í Meistaradeildinni, svo það hefði verið augljóst hvað hann hefði átt að gera með meira fjármagn og betri leikmenn,“ sagði Carragher. „Hugmyndin hlýtur að hafa verið að innleiða hollenska leikstílinn, hver var annars ástæðan fyrir því að sækja hann? Stjórn United virtist vera með það í huga að það minnsta sem stuðningsmennirnir fara fram á er að liðið sé sókndjarft og spennandi.“ Carragher finnst hann ekki sjá neina breytingu á spilamennsku United undir stjórn Ten Hags og Ole Gunnars Solskjær og Josés Mourinho. „Enginn fór fram á að Ten Hag myndi búa til meistaralið á einu eða tveimur árum en það var ekki ósanngjarnt að búast við því að uppleggið yrði augljóslega annað en hjá Solskjær og Mourinho. En það er ekki þannig sem það helsta sem er gagnrýnivert. Leikáætlunin er nánast sú sama,“ sagði Carragher. United mætir Manchester City á Old Trafford í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 8. sæti deildarinnar en City í 2. sætinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Man. United setur nýtt met í heildartekjum en tapar samt pening Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári. 27. október 2023 07:31