PayAnalytics hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023 Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 11:08 Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics og Garðar Hauksson, stofnandi og tæknistjóri. Hugverkastofa Hugbúnaðarfyrirtækið PayAnalytics hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023. Fyrirtækið hefur þróað jafnlaunahugbúnað sem gerir launagreiðendum kleift að mæla launabil, loka launabilum og halda launabilum lokuðum. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti verðlaunin á Nýsköpunarþingi í Grósku í gær. Það voru Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics og Garðar Hauksson, stofnandi og tæknistjóri, sem veittu verðlaununum viðtöku. Í tilkynningu segir að Guðrún hafi meðal annars sagt að þegar hugmyndin hafi kviknað að þróun hugbúnaðar sem einfaldaði notkun gagna og greininga til að loka launabilum hafi það verið mjög fjarlægt að innan nokkurra ára yrði hugbúnaðurinn markaðsleiðandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Gulleggið 2016, styrkur Tækniþróunarsjóðs 2018, framsækin íslensk fyrirtæki sem komu í viðskipti, fjárfesting Nýsköpunarsjóðs 2020 og fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og Eyris Vaxtar árið 2021, voru allt lykiláfangar á vegferð okkar. Við erum stolt af því að bætast í hóp þeirra glæsilegu fyrirtækja sem hafa fengið Nýsköpunarverðlaun Íslands og teljum að árangur PayAnalytics endurspegli mikilvægi stuðnings öflugs íslensks sprotasamfélags,” er haft eftir Guðrúnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Garðari Haukssyni og Guðrúnu Þorgeirsdóttur sem tóku við Nýsköpunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir hönd PayAnalytics.Hugverkastofa Stofnað 2018 „PayAnalytics var stofnað árið 2018 með það að markmiði að þróa hugbúnað til að auðvelda stórum og smáum fyrirtæki hvar sem er í heiminum að borga sanngjörn laun og vinna þannig gegn mismunun sem byggir á kyni, uppruna, aldri, kynhneigð eða öðrum þáttum sem ekki eiga að hafa áhrif á laun. PayAnalytics sprettur upp úr sterku jafnréttisumhverfi á Íslandi og er því með fullmótaða vöru nú þegar flest lönd í heiminum er að hefja vinnu við að útrýma launabilum. Hugbúnaðurinn er þegar notaður til að greina laun hjá 40% þeirra sem vinna á Íslandi og hefur náð hraðri útbreiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku. PayAnalytics er í notkun í 75 löndum og er notað daglega til að tryggja sanngjörn laun hjá yfir milljón manns hjá nokkrum af stærstu og þekktustu fyrirtækjum heims,“ segir í tilkynningunni. Í tengslum við Nýsköpunarverðlaunin veitir Íslandsstofa nýsköpunarfyrirtæki ársins þriggja milljón króna styrk til alþjóðlegrar markaðssetningar, í samvinnu við Business Sweden. Sjá má upptöku frá Nýsköpunarþingi í spilaranum að neðan. Nýsköpunarþing 2023 from Business Iceland on Vimeo. Rökstuðningur dómnefndar „Hugbúnaður PayAnalytics leiðir til mikils samfélagslegs ávinnings. Hann gerir launagreiðendum kleift að taka ákvarðanir sem mismuna ekki. Það gerir hann með því að færa flókið viðfangsefni yfir í aðgengilegar niðurstöður. Lausnin er í notkun hjá mörgum stærstu fyrirtækjum heims og er einnig notendavæn í meðalstórum og smærri fyrirtækjum, sem er mikilvægt þar sem flest starfsfólk vinnur hjá slíkum fyrirtækjum. Félagið mun áfram sinna mikilvægu þróunarstarfi umfram jafnlaunahugbúnaðinn þar sem raunverulegu jafnrétti í launum verður ekki náð fyrr en öll kyn og allir þjóðfélagshópar hafa sömu möguleika á að komast í hærra borguð störf. Slíkur jöfnuður næst ekki eingöngu með launabreytingum heldur verður að breyta samsetningu þess hóps sem kemst í hærra launuð störf. Þar er PayAnalytics leiðandi í heiminum í dag en hyggst leggja mikinn kraft í að þróa þá lausn áfram. Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics.Hugverkastofa PayAnalytics er leiðandi í fræðslu og umræðu um launabil. Útgefið fræðsluefni er að finna á sjö tungumálum í formi rafbóka, greina og hlaðvarpa. Með því hreyfir félagið umræðuna í rétta átt og tryggir að fleiri viti að það er hægt að ná niður og koma í veg fyrir launabil. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Það er mat dómnefndarinnar að PayAnalytics sé verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands árið 2023,“ segir um rökstuðning dómnefndar. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Nýsköpun Kjaramál Jafnréttismál Tengdar fréttir Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. 21. september 2022 00:08 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti verðlaunin á Nýsköpunarþingi í Grósku í gær. Það voru Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics og Garðar Hauksson, stofnandi og tæknistjóri, sem veittu verðlaununum viðtöku. Í tilkynningu segir að Guðrún hafi meðal annars sagt að þegar hugmyndin hafi kviknað að þróun hugbúnaðar sem einfaldaði notkun gagna og greininga til að loka launabilum hafi það verið mjög fjarlægt að innan nokkurra ára yrði hugbúnaðurinn markaðsleiðandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Gulleggið 2016, styrkur Tækniþróunarsjóðs 2018, framsækin íslensk fyrirtæki sem komu í viðskipti, fjárfesting Nýsköpunarsjóðs 2020 og fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og Eyris Vaxtar árið 2021, voru allt lykiláfangar á vegferð okkar. Við erum stolt af því að bætast í hóp þeirra glæsilegu fyrirtækja sem hafa fengið Nýsköpunarverðlaun Íslands og teljum að árangur PayAnalytics endurspegli mikilvægi stuðnings öflugs íslensks sprotasamfélags,” er haft eftir Guðrúnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Garðari Haukssyni og Guðrúnu Þorgeirsdóttur sem tóku við Nýsköpunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir hönd PayAnalytics.Hugverkastofa Stofnað 2018 „PayAnalytics var stofnað árið 2018 með það að markmiði að þróa hugbúnað til að auðvelda stórum og smáum fyrirtæki hvar sem er í heiminum að borga sanngjörn laun og vinna þannig gegn mismunun sem byggir á kyni, uppruna, aldri, kynhneigð eða öðrum þáttum sem ekki eiga að hafa áhrif á laun. PayAnalytics sprettur upp úr sterku jafnréttisumhverfi á Íslandi og er því með fullmótaða vöru nú þegar flest lönd í heiminum er að hefja vinnu við að útrýma launabilum. Hugbúnaðurinn er þegar notaður til að greina laun hjá 40% þeirra sem vinna á Íslandi og hefur náð hraðri útbreiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku. PayAnalytics er í notkun í 75 löndum og er notað daglega til að tryggja sanngjörn laun hjá yfir milljón manns hjá nokkrum af stærstu og þekktustu fyrirtækjum heims,“ segir í tilkynningunni. Í tengslum við Nýsköpunarverðlaunin veitir Íslandsstofa nýsköpunarfyrirtæki ársins þriggja milljón króna styrk til alþjóðlegrar markaðssetningar, í samvinnu við Business Sweden. Sjá má upptöku frá Nýsköpunarþingi í spilaranum að neðan. Nýsköpunarþing 2023 from Business Iceland on Vimeo. Rökstuðningur dómnefndar „Hugbúnaður PayAnalytics leiðir til mikils samfélagslegs ávinnings. Hann gerir launagreiðendum kleift að taka ákvarðanir sem mismuna ekki. Það gerir hann með því að færa flókið viðfangsefni yfir í aðgengilegar niðurstöður. Lausnin er í notkun hjá mörgum stærstu fyrirtækjum heims og er einnig notendavæn í meðalstórum og smærri fyrirtækjum, sem er mikilvægt þar sem flest starfsfólk vinnur hjá slíkum fyrirtækjum. Félagið mun áfram sinna mikilvægu þróunarstarfi umfram jafnlaunahugbúnaðinn þar sem raunverulegu jafnrétti í launum verður ekki náð fyrr en öll kyn og allir þjóðfélagshópar hafa sömu möguleika á að komast í hærra borguð störf. Slíkur jöfnuður næst ekki eingöngu með launabreytingum heldur verður að breyta samsetningu þess hóps sem kemst í hærra launuð störf. Þar er PayAnalytics leiðandi í heiminum í dag en hyggst leggja mikinn kraft í að þróa þá lausn áfram. Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics.Hugverkastofa PayAnalytics er leiðandi í fræðslu og umræðu um launabil. Útgefið fræðsluefni er að finna á sjö tungumálum í formi rafbóka, greina og hlaðvarpa. Með því hreyfir félagið umræðuna í rétta átt og tryggir að fleiri viti að það er hægt að ná niður og koma í veg fyrir launabil. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Það er mat dómnefndarinnar að PayAnalytics sé verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands árið 2023,“ segir um rökstuðning dómnefndar. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
Nýsköpun Kjaramál Jafnréttismál Tengdar fréttir Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. 21. september 2022 00:08 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. 21. september 2022 00:08