Hafa áhyggjur af Haukaliðinu: „Mér finnst þær ekki glaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 11:01 Tinna Guðrún Alexandersdóttir er ein af leikmönnum Hauka sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit undanfarið. Vísir/Vilhelm Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins. „Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira