„Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 26. október 2023 21:53 Mate Dalmay var léttur í leikslok. Vísir/Diego Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum. Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
„Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum.
Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05