„Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 26. október 2023 21:53 Mate Dalmay var léttur í leikslok. Vísir/Diego Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum. Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum.
Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05