Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 17:04 Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Eyjafjarðasveit segir það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi. Vísir/Samsett Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira