„Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Björk Jakobsdóttir upplifði martröð leikarans á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er aldrei meira í pokahorninu en akkúrat núna þegar ég er leikhúslaus,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Leikhús Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira