„Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Björk Jakobsdóttir upplifði martröð leikarans á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er aldrei meira í pokahorninu en akkúrat núna þegar ég er leikhúslaus,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Leikhús Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“