Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2023 13:45 Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM og sömuleiðis íþróttafélögin Val og Hauka. vísir/vilhelm „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum