Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 08:24 „Ótrúlegt,“ muldraði forsetinn fyrrverandi eftir ákvörðun dómarans í gær. AP/Spencer Platt Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira