Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. október 2023 22:21 Íbúar á Reykjanesi hafa fundið fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. „Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
„Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26