Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 19:16 Fylgi bæði Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fer niður á milli kannanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segja niðurstöður áhyggjuefni. Vísir Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46
Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34