Skútumálið: Gat ekki sagt hvað væri á óljósri mynd úr síma sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. október 2023 13:32 Henry Fleischer gat ekki tilgreint hvað væri að sjá á ljósmynd sem fannst í símanum hans. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, héraðssaksóknari, varpaði í fyrradag mynd á skjá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Erfitt var fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri á myndinni þar sem hún var mjög óskýr. Arnþrúður spurði Henry Fleischer, einn sakborning skútumálsins svokallaða, hvað væri á myndinni, en sagðist ekki vita það. Henry Fleischer er 34 ára gamall og er annar tveggja skipverja sem eru ákærðir í málinu. Hinn heitir Poul Frederik Olsen og er 54 ára. Þeir sigldu skútunni, sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi, frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Mögulegt að myndin sýni efnin Líkt og áður segir var myndin sem saksóknari sýndi á skjá í aðalmeðferð skútumálsins í héraðsdómi máð og óskýr. Hana var að finna í síma Henry, sem sagði sjálfur að honum hafi verið send myndin. Því næst sýndi Arnþrúður mynd af hassinu sem lögregla tók þegar hún lagði hald á efnin. 157 kílóunum var komið fyrir í skútunni í nítján pakkningunum af þeirri mynd að dæma. Svo virðist sem pakkningarnar hafi verið svartar, hver og ein með mynd límda eða festa á sig. Þessar myndir á pakkningunum voru margar og ólíkar. Erfitt var að greina hvað væri á þeim, en blaðamanni tókst einungis að bera kennsl á hvað væri á einni pakkningunni, en það var merki breska bílaframleiðandans McLaren. Aftur sýndi saksóknari fyrri myndina og benti með því óbeint á nokkur líkindi milli hennar og pakkninganna. Mögulegt væri að óljósa myndin úr síma Henry sýndi eina af þessum nítján pakkningum. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Aftur var Henry spurður hvort hann vissi hvað væri á myndinni úr síma sínum og hann gaf sama svarið. Hann vissi ekki hvað væri á myndinni. Hann ítrekaði að myndin væri í símanum vegna þess að hann hafi fengið hana senda, nánar tiltekið í gegnum Messenger. Þá sagðist Henry vera óviss um hvers vegna hann hafi fengið hana senda og að hann hafi einmitt velt því fyrir sér. Aðspurður um hver hafi sent myndina nefndi hann nafn manns sem kom ekki aftur upp í meðferð málsins. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Slóð peninganna skoðuð Í aðalmeðferð málsins var Henry mikið spurður út í peninga sem voru millifærðir inn á hann, nánar tiltekið 150 þúsund danskar krónur. Umræddur peningur var lagður inn á reikning hans af þremur aðilum, en þeir lögðu allir tvisvar inn á hann 25 þúsund danskar krónur á nokkurra daga tímabili. Aðspurður út í þessa þrjá einstaklinga sagðist Henry ekki kannast við neinn þeirra. Henry sagðist hafa haft samband við bankann og í samstarfi við bankastarfsmann hafi hann komið peningnum aftur í réttar hendur. Þá var hann allur lagður inn á einn og sama aðila, mann sem var ekki einn af þeim þremur sem lögðu inn á hann. Henry sagði að hann hafi fengið símtal og honum tilkynnt að ranglega hafi verið millifært á hann. Sá sem talaði við hann hafi veitt honum umræddar reikningsupplýsingar. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Arnþrúður spurði Henry Fleischer, einn sakborning skútumálsins svokallaða, hvað væri á myndinni, en sagðist ekki vita það. Henry Fleischer er 34 ára gamall og er annar tveggja skipverja sem eru ákærðir í málinu. Hinn heitir Poul Frederik Olsen og er 54 ára. Þeir sigldu skútunni, sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi, frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Mögulegt að myndin sýni efnin Líkt og áður segir var myndin sem saksóknari sýndi á skjá í aðalmeðferð skútumálsins í héraðsdómi máð og óskýr. Hana var að finna í síma Henry, sem sagði sjálfur að honum hafi verið send myndin. Því næst sýndi Arnþrúður mynd af hassinu sem lögregla tók þegar hún lagði hald á efnin. 157 kílóunum var komið fyrir í skútunni í nítján pakkningunum af þeirri mynd að dæma. Svo virðist sem pakkningarnar hafi verið svartar, hver og ein með mynd límda eða festa á sig. Þessar myndir á pakkningunum voru margar og ólíkar. Erfitt var að greina hvað væri á þeim, en blaðamanni tókst einungis að bera kennsl á hvað væri á einni pakkningunni, en það var merki breska bílaframleiðandans McLaren. Aftur sýndi saksóknari fyrri myndina og benti með því óbeint á nokkur líkindi milli hennar og pakkninganna. Mögulegt væri að óljósa myndin úr síma Henry sýndi eina af þessum nítján pakkningum. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Aftur var Henry spurður hvort hann vissi hvað væri á myndinni úr síma sínum og hann gaf sama svarið. Hann vissi ekki hvað væri á myndinni. Hann ítrekaði að myndin væri í símanum vegna þess að hann hafi fengið hana senda, nánar tiltekið í gegnum Messenger. Þá sagðist Henry vera óviss um hvers vegna hann hafi fengið hana senda og að hann hafi einmitt velt því fyrir sér. Aðspurður um hver hafi sent myndina nefndi hann nafn manns sem kom ekki aftur upp í meðferð málsins. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Slóð peninganna skoðuð Í aðalmeðferð málsins var Henry mikið spurður út í peninga sem voru millifærðir inn á hann, nánar tiltekið 150 þúsund danskar krónur. Umræddur peningur var lagður inn á reikning hans af þremur aðilum, en þeir lögðu allir tvisvar inn á hann 25 þúsund danskar krónur á nokkurra daga tímabili. Aðspurður út í þessa þrjá einstaklinga sagðist Henry ekki kannast við neinn þeirra. Henry sagðist hafa haft samband við bankann og í samstarfi við bankastarfsmann hafi hann komið peningnum aftur í réttar hendur. Þá var hann allur lagður inn á einn og sama aðila, mann sem var ekki einn af þeim þremur sem lögðu inn á hann. Henry sagði að hann hafi fengið símtal og honum tilkynnt að ranglega hafi verið millifært á hann. Sá sem talaði við hann hafi veitt honum umræddar reikningsupplýsingar.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira