Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. október 2023 08:26 Skjálftinn mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38