Elvar Már ældi og var með svima í leiknum sögulega Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2023 08:31 Elvar Már skráði sig í sögubækurnar í leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. @BASKETBALLCL Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson skráði nafn sitt í sögubækurnar í síðustu viku þegar hann var sá þriðji í sögunni til að ná í þrefalda tvennu í leik í Meistaradeildinni. Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“ Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira
Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira