Elvar Már ældi og var með svima í leiknum sögulega Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2023 08:31 Elvar Már skráði sig í sögubækurnar í leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. @BASKETBALLCL Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson skráði nafn sitt í sögubækurnar í síðustu viku þegar hann var sá þriðji í sögunni til að ná í þrefalda tvennu í leik í Meistaradeildinni. Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“ Körfubolti Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“
Körfubolti Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira