Álftanes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 16:30 Frá leik Álftaness fyrr á tímabilinu Vísir/Hulda Margrét Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi. Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum